Krafðist sýknu við lok réttarhaldanna 23. júní 2012 04:00 Geir Lippestad krafðist þess fyrir dómi að Breivik yrði sýknaður, en aðalkrafan var samt sem áður að hann yrði metinn sakhæfur. Eftir að Lippestad lauk máli sínu fékk Breivik að ávarpa salinn, og gengu fjölmargir áhorfendur úr salnum áður en hann hóf að tala. nordicphotos/afp Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Breivik ávarpaði réttinn og ræddi um allt það sem honum þykir rangt í heiminum, til að mynda það að fólk sem ekki væri upprunnið í Noregi syngi fyrir hönd landsins í Eurovision og um kynlífshegðun sögupersóna í þáttunum Sex and the City. Þá hélt hann því fram að skoðanasystkini sín stæðu á bak við sprengiefni sem fundust við kjarnorkuver í Svíþjóð í vikunni og varaði við mun stærri hryðjuverkum sem væru í undirbúningi. Hann fór yfir voðaverk sín og sagði árásir sínar þann 22. júlí í fyrra hafa verið fyrirbyggjandi og gerðar til að vernda innfædda Norðmenn. Hann myrti sem kunnugt er 69 manns í Útey og varð átta að bana með sprengju í Ósló. Fyrr um daginn hafði verjandi hans, Geir Lippestad, reynt að færa rök fyrir því að skjólstæðingur hans væri sakhæfur. Hann fór einnig fram á að Breivik yrði sýknaður af ákærunni. „Hann gerði sér grein fyrir því að það væri rangt að drepa en hann valdi að drepa. Það er það sem hryðjuverkamenn gera. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður skilur það ekki ef maður skilur ekki menningu öfgahægrimanna,“ sagði hann. Breivik væri því ekki haldinn ranghugmyndum þegar hann segðist vera í baráttu um að vernda Noreg og Evrópu fyrir múslimum. Það væri hluti af stjórnmálaskoðunum hans, sem aðrir öfgahægrimenn deildu. Fimm dómarar munu nú dæma í málinu og úrskurða hvort Breivik teljist sakhæfur eða ekki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sálfræðingum ekki borið saman um andlegt ástand hans. Saksóknarar krefjast þess að hann verði fundinn ósakhæfur og verði því vistaður á geðsjúkrahúsi svo lengi sem hann er talinn veikur og hættulegur öðrum. Það gæti þýtt að hann yrði lokaður þar inni til æviloka. Verði hann dæmdur sakhæfur fær hann líklega þyngsta mögulega dóm, 21 ár í fangelsi, með möguleika á framlengingu svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp þann 24. ágúst. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Breivik ávarpaði réttinn og ræddi um allt það sem honum þykir rangt í heiminum, til að mynda það að fólk sem ekki væri upprunnið í Noregi syngi fyrir hönd landsins í Eurovision og um kynlífshegðun sögupersóna í þáttunum Sex and the City. Þá hélt hann því fram að skoðanasystkini sín stæðu á bak við sprengiefni sem fundust við kjarnorkuver í Svíþjóð í vikunni og varaði við mun stærri hryðjuverkum sem væru í undirbúningi. Hann fór yfir voðaverk sín og sagði árásir sínar þann 22. júlí í fyrra hafa verið fyrirbyggjandi og gerðar til að vernda innfædda Norðmenn. Hann myrti sem kunnugt er 69 manns í Útey og varð átta að bana með sprengju í Ósló. Fyrr um daginn hafði verjandi hans, Geir Lippestad, reynt að færa rök fyrir því að skjólstæðingur hans væri sakhæfur. Hann fór einnig fram á að Breivik yrði sýknaður af ákærunni. „Hann gerði sér grein fyrir því að það væri rangt að drepa en hann valdi að drepa. Það er það sem hryðjuverkamenn gera. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður skilur það ekki ef maður skilur ekki menningu öfgahægrimanna,“ sagði hann. Breivik væri því ekki haldinn ranghugmyndum þegar hann segðist vera í baráttu um að vernda Noreg og Evrópu fyrir múslimum. Það væri hluti af stjórnmálaskoðunum hans, sem aðrir öfgahægrimenn deildu. Fimm dómarar munu nú dæma í málinu og úrskurða hvort Breivik teljist sakhæfur eða ekki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sálfræðingum ekki borið saman um andlegt ástand hans. Saksóknarar krefjast þess að hann verði fundinn ósakhæfur og verði því vistaður á geðsjúkrahúsi svo lengi sem hann er talinn veikur og hættulegur öðrum. Það gæti þýtt að hann yrði lokaður þar inni til æviloka. Verði hann dæmdur sakhæfur fær hann líklega þyngsta mögulega dóm, 21 ár í fangelsi, með möguleika á framlengingu svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp þann 24. ágúst. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira