Krafðist sýknu við lok réttarhaldanna 23. júní 2012 04:00 Geir Lippestad krafðist þess fyrir dómi að Breivik yrði sýknaður, en aðalkrafan var samt sem áður að hann yrði metinn sakhæfur. Eftir að Lippestad lauk máli sínu fékk Breivik að ávarpa salinn, og gengu fjölmargir áhorfendur úr salnum áður en hann hóf að tala. nordicphotos/afp Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Breivik ávarpaði réttinn og ræddi um allt það sem honum þykir rangt í heiminum, til að mynda það að fólk sem ekki væri upprunnið í Noregi syngi fyrir hönd landsins í Eurovision og um kynlífshegðun sögupersóna í þáttunum Sex and the City. Þá hélt hann því fram að skoðanasystkini sín stæðu á bak við sprengiefni sem fundust við kjarnorkuver í Svíþjóð í vikunni og varaði við mun stærri hryðjuverkum sem væru í undirbúningi. Hann fór yfir voðaverk sín og sagði árásir sínar þann 22. júlí í fyrra hafa verið fyrirbyggjandi og gerðar til að vernda innfædda Norðmenn. Hann myrti sem kunnugt er 69 manns í Útey og varð átta að bana með sprengju í Ósló. Fyrr um daginn hafði verjandi hans, Geir Lippestad, reynt að færa rök fyrir því að skjólstæðingur hans væri sakhæfur. Hann fór einnig fram á að Breivik yrði sýknaður af ákærunni. „Hann gerði sér grein fyrir því að það væri rangt að drepa en hann valdi að drepa. Það er það sem hryðjuverkamenn gera. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður skilur það ekki ef maður skilur ekki menningu öfgahægrimanna,“ sagði hann. Breivik væri því ekki haldinn ranghugmyndum þegar hann segðist vera í baráttu um að vernda Noreg og Evrópu fyrir múslimum. Það væri hluti af stjórnmálaskoðunum hans, sem aðrir öfgahægrimenn deildu. Fimm dómarar munu nú dæma í málinu og úrskurða hvort Breivik teljist sakhæfur eða ekki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sálfræðingum ekki borið saman um andlegt ástand hans. Saksóknarar krefjast þess að hann verði fundinn ósakhæfur og verði því vistaður á geðsjúkrahúsi svo lengi sem hann er talinn veikur og hættulegur öðrum. Það gæti þýtt að hann yrði lokaður þar inni til æviloka. Verði hann dæmdur sakhæfur fær hann líklega þyngsta mögulega dóm, 21 ár í fangelsi, með möguleika á framlengingu svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp þann 24. ágúst. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Breivik ávarpaði réttinn og ræddi um allt það sem honum þykir rangt í heiminum, til að mynda það að fólk sem ekki væri upprunnið í Noregi syngi fyrir hönd landsins í Eurovision og um kynlífshegðun sögupersóna í þáttunum Sex and the City. Þá hélt hann því fram að skoðanasystkini sín stæðu á bak við sprengiefni sem fundust við kjarnorkuver í Svíþjóð í vikunni og varaði við mun stærri hryðjuverkum sem væru í undirbúningi. Hann fór yfir voðaverk sín og sagði árásir sínar þann 22. júlí í fyrra hafa verið fyrirbyggjandi og gerðar til að vernda innfædda Norðmenn. Hann myrti sem kunnugt er 69 manns í Útey og varð átta að bana með sprengju í Ósló. Fyrr um daginn hafði verjandi hans, Geir Lippestad, reynt að færa rök fyrir því að skjólstæðingur hans væri sakhæfur. Hann fór einnig fram á að Breivik yrði sýknaður af ákærunni. „Hann gerði sér grein fyrir því að það væri rangt að drepa en hann valdi að drepa. Það er það sem hryðjuverkamenn gera. Tilgangurinn helgar meðalið. Maður skilur það ekki ef maður skilur ekki menningu öfgahægrimanna,“ sagði hann. Breivik væri því ekki haldinn ranghugmyndum þegar hann segðist vera í baráttu um að vernda Noreg og Evrópu fyrir múslimum. Það væri hluti af stjórnmálaskoðunum hans, sem aðrir öfgahægrimenn deildu. Fimm dómarar munu nú dæma í málinu og úrskurða hvort Breivik teljist sakhæfur eða ekki. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sálfræðingum ekki borið saman um andlegt ástand hans. Saksóknarar krefjast þess að hann verði fundinn ósakhæfur og verði því vistaður á geðsjúkrahúsi svo lengi sem hann er talinn veikur og hættulegur öðrum. Það gæti þýtt að hann yrði lokaður þar inni til æviloka. Verði hann dæmdur sakhæfur fær hann líklega þyngsta mögulega dóm, 21 ár í fangelsi, með möguleika á framlengingu svo lengi sem hann er talinn ógn við samfélagið. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp þann 24. ágúst. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira