Hleypur 70 kílómetra á Esju 20. júní 2012 10:00 Sigurður Kiernan mun hlaupa tíu ferðir upp og niður Esju í erfiðasta hlaupi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Esjan er alltaf lúmsk,“ segir Sigurður Kiernan, framkvæmdastjóri Investum Holdings, sem hyggur á 70 kílómetra hlaup á Esjunni næsta laugardag í nýja íslenska ofurhlaupinu Mt. Esju Ultra Xtreme. Þátttakendur hlaupsins geta valið milli tveggja, fimm eða tíu ferða upp og niður Esjuna, eða 14, 35 og 70 kílómetra. Sigurður mun með hlaupi sínu taka þátt í erfiðasta fjallahlaupi sem haldið hefur verið á Íslandi, en fjórir eru skráðir í sömu vegalengd. Hann hóf að hlaupa af alvöru fyrir rúmum þremur árum og hefur tekið þátt í Laugavegshlaupinu og hlaupum í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Kanaríeyjum. „Hlaupið á Kanarí var 123 kílómetra langt og náði þvert yfir eyjuna. Ég tók einnig þátt í 85 kílómetra fjallahlaupi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.“ Að þessu sögðu mætti ætla að Esjuhlaupið væri lítið mál fyrir svo vanan hlaupara. „Það er ekkert létt að hlaupa Esjuna. Það er margt sem getur komið upp á og Esjan er mjög brött. Maður þarf sérstaklega að passa sig á að fara ekki of geyst á niðurleið.“ Sigurður segist velja fjallahlaup umfram götuhlaup. „Þau eru meira ferðalag og maður fær að dást að náttúrunni.“ Hugmyndin að baki Esjuhlaupinu er að gefa fólki möguleika á að safna punktum hérlendis fyrir erlend hlaup. Rúmlega fimmtíu hafa skráð sig en netskráningu lýkur á miðnætti í kvöld á hlaup.is. Jafnframt verður mögulegt að skrá sig í versluninni Afreksvörum í Glæsibæ til lokunar á morgun. Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á esjuhlaup.is.- hþt Heilsa Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Esjan er alltaf lúmsk,“ segir Sigurður Kiernan, framkvæmdastjóri Investum Holdings, sem hyggur á 70 kílómetra hlaup á Esjunni næsta laugardag í nýja íslenska ofurhlaupinu Mt. Esju Ultra Xtreme. Þátttakendur hlaupsins geta valið milli tveggja, fimm eða tíu ferða upp og niður Esjuna, eða 14, 35 og 70 kílómetra. Sigurður mun með hlaupi sínu taka þátt í erfiðasta fjallahlaupi sem haldið hefur verið á Íslandi, en fjórir eru skráðir í sömu vegalengd. Hann hóf að hlaupa af alvöru fyrir rúmum þremur árum og hefur tekið þátt í Laugavegshlaupinu og hlaupum í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Kanaríeyjum. „Hlaupið á Kanarí var 123 kílómetra langt og náði þvert yfir eyjuna. Ég tók einnig þátt í 85 kílómetra fjallahlaupi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.“ Að þessu sögðu mætti ætla að Esjuhlaupið væri lítið mál fyrir svo vanan hlaupara. „Það er ekkert létt að hlaupa Esjuna. Það er margt sem getur komið upp á og Esjan er mjög brött. Maður þarf sérstaklega að passa sig á að fara ekki of geyst á niðurleið.“ Sigurður segist velja fjallahlaup umfram götuhlaup. „Þau eru meira ferðalag og maður fær að dást að náttúrunni.“ Hugmyndin að baki Esjuhlaupinu er að gefa fólki möguleika á að safna punktum hérlendis fyrir erlend hlaup. Rúmlega fimmtíu hafa skráð sig en netskráningu lýkur á miðnætti í kvöld á hlaup.is. Jafnframt verður mögulegt að skrá sig í versluninni Afreksvörum í Glæsibæ til lokunar á morgun. Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á esjuhlaup.is.- hþt
Heilsa Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira