Reiðubúnir að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu 16. júní 2012 09:00 alþingi Hart var tekist á um þinglok í gær. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi en það tókst ekki. fréttablaðið/gva Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira