Þreyttur eftir þrjátíu ár í bransanum 15. júní 2012 08:00 hættur Jakob Smári Magnússon er hættur að spila á böllum og hefur fengið starf sem sölumaður. fréttablaðið/stefán „Ég er orðinn þreyttur á þessu," segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna og ætlar yfirhöfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúmlega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur," segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið talinn einn besti bassaleikari þjóðarinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Þegar hann var tvítugur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í faginu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki," segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokkur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janúar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir." -fb Lífið Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Ég er orðinn þreyttur á þessu," segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna og ætlar yfirhöfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúmlega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur," segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið talinn einn besti bassaleikari þjóðarinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Þegar hann var tvítugur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í faginu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki," segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokkur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janúar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir." -fb
Lífið Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira