Pétur Jóhann og Þorsteinn saman í nýjum þáttum 15. júní 2012 10:00 Gott teymi Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson leiða saman hesta sína í nýjum gamanþáttum en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson verður þeim innan handar í skrifunum og leikstýrir. Þættirnir eiga að vera í líkingu við Seinfeld og Klovn. „Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndunum á Pétri Jóhanni og Þorsteini en þættirnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé ennþá komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot", sem mældist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæður unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flestir hafa gaman af," segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa Hannesi Þór Halldórssyni sem leikstýrir þáttunum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor." Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að miklum hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er ennþá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venjulega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu," segir Þorsteinn en hann og Pétur eru góðir vinir og þeir hafa verið með uppistand í Gamla Bíói undanfarna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínað mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökkum mikið til samstarfsins næsta haust." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndunum á Pétri Jóhanni og Þorsteini en þættirnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé ennþá komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot", sem mældist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæður unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flestir hafa gaman af," segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa Hannesi Þór Halldórssyni sem leikstýrir þáttunum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor." Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að miklum hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er ennþá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venjulega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu," segir Þorsteinn en hann og Pétur eru góðir vinir og þeir hafa verið með uppistand í Gamla Bíói undanfarna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínað mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökkum mikið til samstarfsins næsta haust." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira