Bættar samgöngur hækka fasteignamat 15. júní 2012 04:00 Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands í gær. Fasteignamatið hækkar um 7,4 prósent milli ára. Heildarmat fasteigna hér á landi er nú 4.715 milljarðar króna, en þar af eru 3.105 milljarðar íbúðareignir. Af þeim hækkar matið á rúmlega níutíu prósentum en lækkar á tæplega tíu prósentum eigna. Fasteignamatið hefur hækkað mest í Vestmannaeyjum milli ára, eða um nítján prósent. Í Bolungarvík hækkar það um rúm sextán prósent og í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um tæp þrettán og ellefu prósent. Mat á fasteignum hækkaði minnst á Reykjanesi, um 0,6 prósent. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir fasteignamat gefa ákveðna sýn á hvað sé að gerast hjá sveitarfélögunum. Hækkun í bæjarfélögunum sem nefnd eru að framan sé til dæmis hægt að tengja við betri samgöngur, þótt fasteignamatið segi ekki alla söguna. „Það er nýbúið að tengja Bolungarvík við Ísafjarðarbæ með jarðgöngum svo áhrifin eru farin að sýna sig úti í Bolungarvík." Sama megi segja um Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali nú ekki um Vestmannaeyjar, þar sem fasteignamat hækkar um nær 20 prósent sem er alveg örugglega afleiðingin af betri samgöngum." Á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkar fasteignamatið um 8,3 prósent. Ef íbúðarhúsnæði er aðeins skoðað verður hækkunin 9,5 prósent að meðaltali, en hækkunin er misjafnlega mikil eftir hverfum. Á Suðurnesjum verður matið 2,7 prósentum hærra en á þessu ári. Á Vesturlandi er hækkunin 4,3 prósent og á Vestfjörðum 6,3 prósent. Á Norðurlandi vestra og eystra er hækkunin um sjö prósent. Á Austurlandi er hækkunin 5,5 prósent og á Suðurlandi 5,9 prósent. Fasteignaviðskipti hafa verið að glæðast síðustu misseri eftir samdráttarskeið. Í fyrra var 6.598 kaupsamningum þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.700 árið áður. Fram kom í máli Inga Þórs Finnssonar verkfræðings á mats- og hagsviði Þjóðskrár að það sem af er árinu í ár hefði kaupsamningum svo fjölgað um fimmtung miðað við sama tímabil í fyrra. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands í gær. Fasteignamatið hækkar um 7,4 prósent milli ára. Heildarmat fasteigna hér á landi er nú 4.715 milljarðar króna, en þar af eru 3.105 milljarðar íbúðareignir. Af þeim hækkar matið á rúmlega níutíu prósentum en lækkar á tæplega tíu prósentum eigna. Fasteignamatið hefur hækkað mest í Vestmannaeyjum milli ára, eða um nítján prósent. Í Bolungarvík hækkar það um rúm sextán prósent og í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um tæp þrettán og ellefu prósent. Mat á fasteignum hækkaði minnst á Reykjanesi, um 0,6 prósent. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir fasteignamat gefa ákveðna sýn á hvað sé að gerast hjá sveitarfélögunum. Hækkun í bæjarfélögunum sem nefnd eru að framan sé til dæmis hægt að tengja við betri samgöngur, þótt fasteignamatið segi ekki alla söguna. „Það er nýbúið að tengja Bolungarvík við Ísafjarðarbæ með jarðgöngum svo áhrifin eru farin að sýna sig úti í Bolungarvík." Sama megi segja um Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali nú ekki um Vestmannaeyjar, þar sem fasteignamat hækkar um nær 20 prósent sem er alveg örugglega afleiðingin af betri samgöngum." Á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkar fasteignamatið um 8,3 prósent. Ef íbúðarhúsnæði er aðeins skoðað verður hækkunin 9,5 prósent að meðaltali, en hækkunin er misjafnlega mikil eftir hverfum. Á Suðurnesjum verður matið 2,7 prósentum hærra en á þessu ári. Á Vesturlandi er hækkunin 4,3 prósent og á Vestfjörðum 6,3 prósent. Á Norðurlandi vestra og eystra er hækkunin um sjö prósent. Á Austurlandi er hækkunin 5,5 prósent og á Suðurlandi 5,9 prósent. Fasteignaviðskipti hafa verið að glæðast síðustu misseri eftir samdráttarskeið. Í fyrra var 6.598 kaupsamningum þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.700 árið áður. Fram kom í máli Inga Þórs Finnssonar verkfræðings á mats- og hagsviði Þjóðskrár að það sem af er árinu í ár hefði kaupsamningum svo fjölgað um fimmtung miðað við sama tímabil í fyrra. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira