ESB mun ekki fara fram á endurgreiðslu veittra IPA-styrkja til Íslands ef ekki verður af aðild. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um hvort finna mætti skriflega staðfestingu á slíku.
Ráðherra segir í svari sínu að IPA-styrkir byggi á rammasamningi milli Íslands og ESB sem nú er til meðferðar hjá Alþingi.
Í þeim samningi eru, að sögn ráðherra, engar kvaðir um mögulega endurgreiðslu, en þvert á móti sé gert ráð fyrir að öll samþykkt verkefni „verði til lykta leidd þótt rammasamningnum yrði sagt upp". - þj
IPA-styrkir eru óafturkræfir
