Geta dæmt sameiginlega forsjá 14. júní 2012 10:00 alþingi Frumvarpið breyttist í meðförum þingsins, en ráðherrann greiddi atkvæði með því engu að síður. fréttablaðið/gva Dómarar munu geta dæmt foreldrum sem skilja sameiginlega forsjá, en Alþingi samþykkti frumvarp um breytingar að barnalögum þess efnis á þriðjudag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram frumvarpið upphaflega, en þá var ekki ákvæði um dómaraheimild um sameiginlega forsjá, þrátt fyrir að í skýrslu nefndar sem fór yfir lögin hafi það verið lagt til. Ögmundur sagðist hafa talið ástæðu til að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Í meðförum velferðarnefndar var frumvarpinu hins vegar breytt til baka og heimildin sett inn. Í rökstuðningi nefndarinnar kom meðal annars fram að Ísland væri eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki gefur dómurum þessa heimild. „Sú reynsla er almennt jákvæð og hefur foreldrum í flestum tilvikum tekist að vinna saman í kjölfar dóms um sameiginlega forsjá, þó svo vissulega séu dæmi þess að samstarf foreldra eftir dóm hafi ekki gengið nægilega vel," stendur í greinargerð nefndarinnar. Samkvæmt nýju lögunum er foreldrum skylt að leita sátta áður en höfðað er forræðismál eða úrskurðar krafist. Sérstakur sáttamaður boðar þá á sáttafundi og börn sem eru nægilega gömul fá að tjá sig við sáttameðferðina. Frumvarpið var samþykkt með 44 samhljóða atkvæðum. - þeb Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Dómarar munu geta dæmt foreldrum sem skilja sameiginlega forsjá, en Alþingi samþykkti frumvarp um breytingar að barnalögum þess efnis á þriðjudag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram frumvarpið upphaflega, en þá var ekki ákvæði um dómaraheimild um sameiginlega forsjá, þrátt fyrir að í skýrslu nefndar sem fór yfir lögin hafi það verið lagt til. Ögmundur sagðist hafa talið ástæðu til að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Í meðförum velferðarnefndar var frumvarpinu hins vegar breytt til baka og heimildin sett inn. Í rökstuðningi nefndarinnar kom meðal annars fram að Ísland væri eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki gefur dómurum þessa heimild. „Sú reynsla er almennt jákvæð og hefur foreldrum í flestum tilvikum tekist að vinna saman í kjölfar dóms um sameiginlega forsjá, þó svo vissulega séu dæmi þess að samstarf foreldra eftir dóm hafi ekki gengið nægilega vel," stendur í greinargerð nefndarinnar. Samkvæmt nýju lögunum er foreldrum skylt að leita sátta áður en höfðað er forræðismál eða úrskurðar krafist. Sérstakur sáttamaður boðar þá á sáttafundi og börn sem eru nægilega gömul fá að tjá sig við sáttameðferðina. Frumvarpið var samþykkt með 44 samhljóða atkvæðum. - þeb
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira