2.277 hundar eru skráðir í Reykjavík 14. júní 2012 07:00 nágrenni fréttablaðsins Á heimasíðunni gogn.in geta lesendur séð hve margir hundar eru skráðir í nágrenni þeirra. Hér sést að í 500 m radíus frá Fréttablaðinu eru þeir 43. Sjái lesendur ekki merki um hund sem þeir vita af er hann ekki skráður. Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það sér meðal annars um hundamál, segir að með þessu sé verið að opna stjórnsýsluna. Enginn eigi að skammast sín fyrir að eiga skráðan hund og listinn sé til upplýsingar vilji fólk sjá hvar þeir eru skráðir. Árný segir að viti fólk af hundum sem ekki eru á listanum kunni umsókn um leyfi fyrir þá að vera í ferli, eða þeir séu hreinlega óskráðir. Hún segir mikið kvartað yfir hundum í borginni. „Já, ansi mikið. Við fáum margar ábendingar, það breytist ekkert. Við skráum líklega einar 600 til 700 kvartanir á ári og svo er einhver fjöldi sem ekki er skráður." Árný segir önnur sveitarfélög hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar Reykjavík stígi fram veki það hins vegar oft athygli. „Við leituðum álits Persónuverndar, en það verður bara að koma í ljós hvort einhver gerir athugasemdir við málið." Páll Hilmarsson gagnablaðamaður hefur unnið upplýsingar úr listanum og sett fram á myndrænan hátt á heimasíðunni gogn.in sem er í eigu hans. Hann segir eðlilegt að fólk geti séð hvar hundar eru staðsettir í borginni. Þeir sem hafi ofnæmi, eða séu hræddir við hunda, geti þá valið sér búsetu eftir því. „Önnur ástæða fyrir því að ég réðst í þetta var að ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera þegar hið opinbera, sem situr á ómældu magni af gögnum, lætur þau frá sér. Þá kemur einhver og gerir eitthvað við gögnin og notar þau á einhvern nýtilegan hátt sem hinu opinbera hafði ekki dottið í hug, eða hafði ekki tækifæri, tíma eða peninga til að gera eitthvað við." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það sér meðal annars um hundamál, segir að með þessu sé verið að opna stjórnsýsluna. Enginn eigi að skammast sín fyrir að eiga skráðan hund og listinn sé til upplýsingar vilji fólk sjá hvar þeir eru skráðir. Árný segir að viti fólk af hundum sem ekki eru á listanum kunni umsókn um leyfi fyrir þá að vera í ferli, eða þeir séu hreinlega óskráðir. Hún segir mikið kvartað yfir hundum í borginni. „Já, ansi mikið. Við fáum margar ábendingar, það breytist ekkert. Við skráum líklega einar 600 til 700 kvartanir á ári og svo er einhver fjöldi sem ekki er skráður." Árný segir önnur sveitarfélög hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar Reykjavík stígi fram veki það hins vegar oft athygli. „Við leituðum álits Persónuverndar, en það verður bara að koma í ljós hvort einhver gerir athugasemdir við málið." Páll Hilmarsson gagnablaðamaður hefur unnið upplýsingar úr listanum og sett fram á myndrænan hátt á heimasíðunni gogn.in sem er í eigu hans. Hann segir eðlilegt að fólk geti séð hvar hundar eru staðsettir í borginni. Þeir sem hafi ofnæmi, eða séu hræddir við hunda, geti þá valið sér búsetu eftir því. „Önnur ástæða fyrir því að ég réðst í þetta var að ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera þegar hið opinbera, sem situr á ómældu magni af gögnum, lætur þau frá sér. Þá kemur einhver og gerir eitthvað við gögnin og notar þau á einhvern nýtilegan hátt sem hinu opinbera hafði ekki dottið í hug, eða hafði ekki tækifæri, tíma eða peninga til að gera eitthvað við." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira