Erlent

Áttatíu taldir af

Talið er að yfir áttatíu hafi látist í aurskriðu sem varð í kjölfar tveggja jarðskjálfta í norðurhluta Afganistans á mánudag. Hluti fjalls í Baghlan-héraði féll ofan á heilt þorp og gróf það. 24 hús voru í þorpinu og skriðan gróf 23 þeirra. Ólíklegt þykir að nokkur finnist á lífi úr þessu. Tvö lík hafa fundist til þessa.

Fulltrúar SÞ vinna ásamt yfirvöldum að því að ákveða hvers konar hjálpar er þörf. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×