Mikilvægt fyrir þjóðina að sagan sé skráð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2012 06:30 Fyrsta eintakið. Ólafur Ragnar Grímsson tók við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi Júlíusar Hafstein, heiðursformanns HSÍ.Fréttablaðið/Ernir „Það er ekki bara mikilvægt fyrir HSÍ heldur fyrir Ísland sem þjóð að skrá þessa merku sögu. Handboltinn er svo greiptur í þjóðarsálina hjá okkur og gaman að geta gengið að sögunni frá upphafi fram á síðustu daga sem eru glæstir," segir Knútur Hauksson formaður Handknattleikssambands Íslands en saga íþróttarinnar á Íslandi síðustu 90 árin er komin á prent. Ritið, sem er í tveimur bindum, er tæplega 900 síðar prýddar fjölda mynda frá upphafi íþróttarinnar sem rakið er til ársins 2010. Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu úr hendi Júlíusar Hafstein, heiðursformanns HSÍ, sem hélt utan um verkefnið. Steinar J. Lúðvíksson er ritstjóri verksins sem er fjármagnað af Formannafélagi HSÍ sem samanstendur af fyrrum formönnum auk núverandi formanns sambandsins. Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir áratug en vinna við verkið spannar sex ár. Júlíus segir undirbúning bókarinnar ekki hafa verið neinn hausverk. Menn hafi aðeins þurft að skilja og taka þá ákvörðun að flýta sér hægt. Erfitt hafi þó verið að nálgast ljósmyndir fram til ársins 1960. „Það fara ekki að koma almennilegar myndir frá handboltanum fyrr en við náum sjötta sæti á HM 1961. Eftir að kvennalandsliðið varð Norðurlandameistari árið 1964 fjölgaði myndum enn frekar. Þetta var mikill árangur á þeim tíma og í kjölfarið var aðgengi að góðum myndum betra," segir Júlíus og bætir við að Formannafélagið muni áfram aðstoða HSÍ og koma að verkum þar sem hjálpar er óskað. Það er bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og verður henni á næstu dögum dreift til áskrifenda. Í kjölfarið verður hún fáanleg í helstu bókabúðum landsins. Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
„Það er ekki bara mikilvægt fyrir HSÍ heldur fyrir Ísland sem þjóð að skrá þessa merku sögu. Handboltinn er svo greiptur í þjóðarsálina hjá okkur og gaman að geta gengið að sögunni frá upphafi fram á síðustu daga sem eru glæstir," segir Knútur Hauksson formaður Handknattleikssambands Íslands en saga íþróttarinnar á Íslandi síðustu 90 árin er komin á prent. Ritið, sem er í tveimur bindum, er tæplega 900 síðar prýddar fjölda mynda frá upphafi íþróttarinnar sem rakið er til ársins 2010. Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu úr hendi Júlíusar Hafstein, heiðursformanns HSÍ, sem hélt utan um verkefnið. Steinar J. Lúðvíksson er ritstjóri verksins sem er fjármagnað af Formannafélagi HSÍ sem samanstendur af fyrrum formönnum auk núverandi formanns sambandsins. Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir áratug en vinna við verkið spannar sex ár. Júlíus segir undirbúning bókarinnar ekki hafa verið neinn hausverk. Menn hafi aðeins þurft að skilja og taka þá ákvörðun að flýta sér hægt. Erfitt hafi þó verið að nálgast ljósmyndir fram til ársins 1960. „Það fara ekki að koma almennilegar myndir frá handboltanum fyrr en við náum sjötta sæti á HM 1961. Eftir að kvennalandsliðið varð Norðurlandameistari árið 1964 fjölgaði myndum enn frekar. Þetta var mikill árangur á þeim tíma og í kjölfarið var aðgengi að góðum myndum betra," segir Júlíus og bætir við að Formannafélagið muni áfram aðstoða HSÍ og koma að verkum þar sem hjálpar er óskað. Það er bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og verður henni á næstu dögum dreift til áskrifenda. Í kjölfarið verður hún fáanleg í helstu bókabúðum landsins.
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira