Lífið

Tólf tommu vínyll frá Sin Fang

Half Dreams Sing Fang heldur útgáfutónleika í mánuðinum eftir þriggja vikna Evróputúr.
Half Dreams Sing Fang heldur útgáfutónleika í mánuðinum eftir þriggja vikna Evróputúr.
„Þetta eru fimm lög sem urðu útundan," segir tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sem gengur undir listamannsnafninu Sin Fang. Hann sendi frá sér 12" vínylplötuna Half Dreams á dögunum en útgefandi hennar er þýska útgáfufélagið Morr Music.

Platan hefur að geyma lög sem hvorki hentuðu síðustu plötu hans Summer Echoes, sem kom út í mars í fyrra, né þeirri nýjustu, sem hann lauk við í maí. Von er á nýju hljómplötunni í febrúar en áður mun Sindri senda frá sér smáskífu og myndbönd með haustinu.

Í fyrradag lauk þriggja vikna tónleikaferðalagi Sin Fang þar sem hljómsveit hans spilaði ásamt Sóleyju.

„Við erum í Berlín núna og förum heim um helgina. Höfum spilað í Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Sviss, Slóvakíu og Búdapest og fengið mjög góðar viðtökur," segir Sindri sem lofar útgáfutónleikum hér á landi í júní.

Fyrir útgáfu plötunnar var myndband við lagið Only Eyes, sem finna má á Half Dreams, frumsýnt á vefsíðu hins virta tímarits Bullett Magazine og farið lofsamlegum orðum um listamanninn. Í myndbandi þessu er Sindri að hanga með kettinum sínum fyrir framan listaverk eftir sjálfan sig.-hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×