Erlent

Karadzic vill frávísun í Haag

Radovan Karadzic
Radovan Karadzic
Radovan Karadzic, sem var leiðtogi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, krefst þess að máli á hendur honum verði vísað frá. Hann er ákærður fyrir þjóðarmorð og ýmsa aðra stríðsglæpi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag.

Málflutningi saksóknara lauk í maí og Karadzic sagði fyrir rétti í gær að ekki hefði tekist að sanna að hann hefði vitað af þjóðarmorðunum í Srebrenica, þar sem að minnsta kosti átta þúsund múslímskir karlar og drengir voru myrtir. Karadzic sagði ekki hafa verið sannað að þjóðarmorðin hefðu verið skipulögð, og að hann sjálfur hefði enga vitneskju haft um þau. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×