Ari Trausti segist vilja vera ópólitískur forseti 12. júní 2012 06:00 Ari Trausti Guðmundsson Forsetaframbjóðendur heimsækja vinnustaði mikið um þessar mundir. Ari Trausti heimsótti Marel á dögunum og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Ari Trausti lagði þunga áherslu á hlutleysi í heimsókninni. Hann sagði mikilvægt að forseti tæki ekki afstöðu með eða á móti helstu þjóðmálum hverju sinni. „Mér dytti aldrei í hug að segja svona setningu eins og ég heyrði um daginn: Það þarf að vera samhljómur á milli utanríkisstefnu forsetans og utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Svona talar ekki forseti Íslands, þetta er ekki hans hlutverk," sagði Ari Trausti, í yfirfullum matsal Marel, en um þrjú hundruð manns hlustuðu á frambjóðandann. Ari Trausti ræddi einnig hvernig honum fyndist að forsetinn ætti að láta sig mál líðandi stundar varða. „Forsetinn tekur þátt í samfélagsumræðunni af miklum krafti, en hann er ekki maðurinn sem segir já eða nei. Hann er maðurinn sem segir þetta eru rök með, þetta eru rök á móti. Við getum sagt að hann sé eins konar umræðustjóri sem lyftir samræðu í landinu, og þar með óbeint pólitískri þróun, upp á skynsamlegra plan en verið hefur." Hjá Marel sagði Ari Trausti mikilvægt að forseti héldi trausti almennings. „Þessi þjóðkjörni trúnaðarmaður verður að halda trausti þeirra sem kusu hann og vinna traust þeirra sem ekki kusu hann." Ari Trausti sagði leiðina að trausti þjóðarinnar skýra. „Þetta þýðir að forsetinn verður í fyrsta lagi að fylgja stjórnarskránni án þess að vera að leita að smugum á henni, til þess að komast hjá ákvæðum hennar eða túlka þau á sinn máta. Og ástæðan er einföld, ef hann gerði það, væri hann orðinn að eins manns pólitískum flokki. Ég hef ekki mótað mér stefnu í öllum þjóðmálum, af því að ég tel það vera hlutverk pólitísku flokkanna." Ari Trausti sagðist þó ekki efast um málskotsréttinn. „Ég get alveg lofað ykkur því að hann er virkur og forseti Íslands beitir honum sé þess þörf, ef þið hafið áhyggjur af því að sá sem hér stendur myndi ekki þora það." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Ari Trausti lagði þunga áherslu á hlutleysi í heimsókninni. Hann sagði mikilvægt að forseti tæki ekki afstöðu með eða á móti helstu þjóðmálum hverju sinni. „Mér dytti aldrei í hug að segja svona setningu eins og ég heyrði um daginn: Það þarf að vera samhljómur á milli utanríkisstefnu forsetans og utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Svona talar ekki forseti Íslands, þetta er ekki hans hlutverk," sagði Ari Trausti, í yfirfullum matsal Marel, en um þrjú hundruð manns hlustuðu á frambjóðandann. Ari Trausti ræddi einnig hvernig honum fyndist að forsetinn ætti að láta sig mál líðandi stundar varða. „Forsetinn tekur þátt í samfélagsumræðunni af miklum krafti, en hann er ekki maðurinn sem segir já eða nei. Hann er maðurinn sem segir þetta eru rök með, þetta eru rök á móti. Við getum sagt að hann sé eins konar umræðustjóri sem lyftir samræðu í landinu, og þar með óbeint pólitískri þróun, upp á skynsamlegra plan en verið hefur." Hjá Marel sagði Ari Trausti mikilvægt að forseti héldi trausti almennings. „Þessi þjóðkjörni trúnaðarmaður verður að halda trausti þeirra sem kusu hann og vinna traust þeirra sem ekki kusu hann." Ari Trausti sagði leiðina að trausti þjóðarinnar skýra. „Þetta þýðir að forsetinn verður í fyrsta lagi að fylgja stjórnarskránni án þess að vera að leita að smugum á henni, til þess að komast hjá ákvæðum hennar eða túlka þau á sinn máta. Og ástæðan er einföld, ef hann gerði það, væri hann orðinn að eins manns pólitískum flokki. Ég hef ekki mótað mér stefnu í öllum þjóðmálum, af því að ég tel það vera hlutverk pólitísku flokkanna." Ari Trausti sagðist þó ekki efast um málskotsréttinn. „Ég get alveg lofað ykkur því að hann er virkur og forseti Íslands beitir honum sé þess þörf, ef þið hafið áhyggjur af því að sá sem hér stendur myndi ekki þora það." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira