Innlent

Kanna viðhorf til mismunandi kosningakerfa

Gunnar Helgi Kristinsson
Gunnar Helgi Kristinsson
Hugur íslenskra netnotenda til forsetaframbjóðenda er kannaður á nýrri kosningasíðu. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Indriði H. Indriðason standa fyrir vefsíðunni.

Í könnuninni er forseti „kosinn" með mismunandi kosningakerfum og hugur kjósenda til kerfanna er kannaður. Þá eru atkvæðin tengd persónulegum upplýsingum eins og aldri, félagsstöðu og stjórnmálaviðhorfum.

Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar daginn eftir forsetakosningarnar 30. júní. Slóðin á könnunina er http://www.forseti.politicaldata.org/.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×