Siglingastofnun býst við að Landeyjahöfn verði opin í allt sumar og að ekki þurfi að dýpka hana að ráði. Höfnin hefur verið opin síðan í apríl og þá fór dýpkunarskip þar síðast um.
Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun verður höfnin dýpkuð í júlí eða ágúst. Dýpkunarskip mun fara um höfnina og hafnarminnið aftur í september og undirbúa hana fyrir veturinn.
Landeyjahöfn er eins og kunnugt er háð veðrum og vindum við suðurstöndina. Á sumarmánuðum er ölduhæðin lægri og vindur ekki eins stífur og því berst minni sandur inn í höfnina en yfir vetur.- bþh
