Lífið

Vildi leika í Titanic

Christian Bale sóttist eftir flestum þeim hlutverkum sem runnu til Leonardos DiCaprio.
Christian Bale sóttist eftir flestum þeim hlutverkum sem runnu til Leonardos DiCaprio. nordicphotos/getty
Fyrrum talsmaður leikarans Christians Bale, Harrison Cheung, hefur ritað bók um Bale sem nefnist Christian Bale: The Inside Story of the Darkest Batman og kom út á netinu í gær. Í bókinni kemur meðal annars fram að Leonardo DiCaprio hafi upphaflega átt að fara með hlutverk Patricks Bateman í American Psycho.

Cheung segir frá því í bókinni að DiCaprio hafi þegar landað hlutverki Bateman í American Psycho en svo hætt við að ráði umboðsmanns síns. Bale var miður sín yfir því að hafa misst hlutverkið til DiCaprio því hann hafði áður sóst eftir hlutverkum í kvikmyndunum This Boy's Life, What's Eating Gilbert Grape, Romeo & Juliet og Titanic, en DiCaprio landaði öllum þeim rullum.

Bale á einnig að hafa sagt Cheung að hann hefði enga löngun til að verða stórstjarna heldur sækist hann eftir því að vera mikilsmetinn leikari. „Mér finnst gaman að ég skuli fara á móti straumi og á skjön við væntingar allra," sagði Bale.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×