Þetta er mikil áskorun fyrir liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2012 06:00 Stella Sigurðardóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu þurfa að eiga toppleik gegn afar sterku spænsku liði í kvöld. Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina. Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira