Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna 30. maí 2012 06:00 Þrotabú stóru bankanna munu halda kröfuhafafundi á næstunni. Á myndinni eru Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson. fréttablaðið/pjetur Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira