Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Kára 23. maí 2012 11:00 Sólveig Káradóttir klæðist kjól frá Stellu McCartney er hún gengur að eiga unnnusta sinn Dhani Harrison, son Bítilsins sáluga George Harrison, í næstu viku. Nordicphotos/getty Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles. Sólveig er fyrrum fyrirsæta og menntaður sálfræðingur frá Háskólanum í Boston en Harrison er tónlistarmaður og meðlimur sveitarinnar Thenewno2. Brúðkaupið fer fram í Bretlandi og búist er við fjölmenni frá báðum fjölskyldum. Það kemur ekki á óvart að dóttir Bítilsins Pauls McCartney hafi fengið það vandasama hlutverk að hanna brúðarkjólinn en þeim Sólveigu er vel til vina. Til að mynda voru Harrison, Sólveig og tilvonandi tengdamóðir hennar Olivia Harrison gestir í brúðkaupi Pauls McCartney og Nancy Shevell í fyrra. Stella McCartney hannaði einmitt brúðarkjól Shevell en hún var einnig í umræðu yfir þá bresku hönnuði sem kom til greina að myndu hanna brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk að eiga Vilhjálms Bretaprins. Það var Sarah Burton fyrir Alexander McQueen sem að lokum hannaði kjólinn fræga. McCartney hannaði hins vegar brúðarkjól Madonnu þegar hún giftist leikstjóranum Guy Richie. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir framlag sitt til fatahönnunarbransans. Árið 2007 fékk hún til að mynda verðlaun sem fatahönnuður ársins í Bretlandi frá breska fagráðinu en hún er fræg fyrir einfalda og klassíska hönnun. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles. Sólveig er fyrrum fyrirsæta og menntaður sálfræðingur frá Háskólanum í Boston en Harrison er tónlistarmaður og meðlimur sveitarinnar Thenewno2. Brúðkaupið fer fram í Bretlandi og búist er við fjölmenni frá báðum fjölskyldum. Það kemur ekki á óvart að dóttir Bítilsins Pauls McCartney hafi fengið það vandasama hlutverk að hanna brúðarkjólinn en þeim Sólveigu er vel til vina. Til að mynda voru Harrison, Sólveig og tilvonandi tengdamóðir hennar Olivia Harrison gestir í brúðkaupi Pauls McCartney og Nancy Shevell í fyrra. Stella McCartney hannaði einmitt brúðarkjól Shevell en hún var einnig í umræðu yfir þá bresku hönnuði sem kom til greina að myndu hanna brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk að eiga Vilhjálms Bretaprins. Það var Sarah Burton fyrir Alexander McQueen sem að lokum hannaði kjólinn fræga. McCartney hannaði hins vegar brúðarkjól Madonnu þegar hún giftist leikstjóranum Guy Richie. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir framlag sitt til fatahönnunarbransans. Árið 2007 fékk hún til að mynda verðlaun sem fatahönnuður ársins í Bretlandi frá breska fagráðinu en hún er fræg fyrir einfalda og klassíska hönnun. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira