Fundarsköp bæjarstjórnar í Garði kærð til ráðuneytis 19. maí 2012 09:00 Hitafundur í Garði Bæjarstjórnarfundurinn var opinn öllum þar til fundargerð skólanefndar var til umræðu. Forseti bæjarstjórnar lokaði þá fundinum fyrir almenningi þar til málið hafði verið rætt.mynd/víkurfréttir Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira