Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring 16. maí 2012 15:00 Árangurslausar viðræður Fotos Kouvelis, leiðtogi Lýðræðislega vinstriflokksins, Evangelos Venizelos, leiðtogi sósíalistaflokksins PASOK, Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýtt lýðræði, Karolos Papoulias forseti, Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, og Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja, á síðasta fundi stjórnarmyndunarviðræðna í forsetahöllinni í Aþenu í gær.nordicphotos/AFP Eru Grikkir á útleið úr evrusvæðinu? Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Flokkarnir sjö, sem kosnir voru á gríska þjóðþingið fyrir tíu dögum, hafa ekki getað komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar vegna ágreinings um niðurskurðinn, sem fyrri stjórn samþykkti að leggja á íbúa landsins gegn því að fá fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geti grísk stjórnvöld ekki afgreitt áætlun um frekari niðurskurð fyrir júnílok fær gríska ríkið ekki næstu útborgun frá Evrópusambandinu, sem þýðir að gríska ríkið getur þá ekki greitt næstu stóru afborganirnar af skuldum ríkisins. Afleiðingarnar gætu orðið þær að Grikkir yrðu að taka upp drökmu á ný, kasta evrunni og jafnvel segja sig úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir voru reyndar á ráðherrafundi evruríkjanna í Brussel á mánudag um hugsanlegt brotthvarf Grikkja. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, vísaði á bug öllum vangaveltum um að Grikkir þurfi að kasta evrunni. „Ég sé það ekki fyrir mér í eina sekúndu að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Þetta er tóm della, þetta er áróður," sagði Juncker, sem er í formennsku fyrir evruríkjahópnum. Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki sjá að Grikkir geti haldið áfram að vera með í félagsskap, ef þeir vilja ekki standa við þær samþykktir sem þeir sjálfir áttu þó aðild að. Lykilmaðurinn í stjórnarmyndunarviðræðunum í Grikklandi hefur í reynd verið Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, sem er bandalag nokkurra vinstriflokka og varð næststærsta aflið á þingi eftir kosningarnar 6. maí síðastliðinn. Flokkurinn var kosinn út á harða andstöðu gegn aðhaldsaðgerðunum, sparnaði og niðurskurði ríkisins sem bitnað hefur harkalega á grískum almenningi. Á hinn bóginn vill Tsipras, rétt eins og 80 prósent Grikkja, alls ekki segja skilið við evruna, enda litlar líkur á því að grískur almenningur kæmi vel út úr þeim efnahagshamförum, sem fylgdu gjaldmiðlaskiptum. Væntanlega yrði þá allsherjar bankahrun á Grikklandi, verðbólga færi upp úr öllu valdi og atvinnuleysi sömuleiðis. Búast má við enn harðari óeirðum og pólitískri pattstöðu sem öfgaöfl gætu hugsanlega notfært sér. „Afleiðingarnar fyrir Grikkland yrðu alvarlegri en fyrir hin evruríkin," var haft eftir Jens Weidemann, bankastjóra þýska seðlabankans, í fjölmiðlum um síðustu helgi. Hin evruríkin stæðu hins vegar ekki síður frammi fyrir erfiðleikum, því að þrýstingur á evruna myndi væntanlega aukast til muna. Fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar myndu hika við að eiga evrur í bönkum þeirra ríkja, sem eftir brotthvarf Grikkja stæðu tæpast, nefnilega ríkja á borð við Írland og Portúgal, Ítalíu og Spán. Spurningin snýst hins vegar um það hvort grískum stjórnmálamönnum tekst í tæka tíð að komast að einhverri niðurstöðu um aðhaldsaðgerðir, sem hin evruríkin geta sætt sig við. Takist það ekki virðist brotthvarf þeirra af evrusvæðinu óhjákvæmilegt. Sem stendur er óvissan algjör. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Eru Grikkir á útleið úr evrusvæðinu? Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Flokkarnir sjö, sem kosnir voru á gríska þjóðþingið fyrir tíu dögum, hafa ekki getað komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar vegna ágreinings um niðurskurðinn, sem fyrri stjórn samþykkti að leggja á íbúa landsins gegn því að fá fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geti grísk stjórnvöld ekki afgreitt áætlun um frekari niðurskurð fyrir júnílok fær gríska ríkið ekki næstu útborgun frá Evrópusambandinu, sem þýðir að gríska ríkið getur þá ekki greitt næstu stóru afborganirnar af skuldum ríkisins. Afleiðingarnar gætu orðið þær að Grikkir yrðu að taka upp drökmu á ný, kasta evrunni og jafnvel segja sig úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir voru reyndar á ráðherrafundi evruríkjanna í Brussel á mánudag um hugsanlegt brotthvarf Grikkja. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, vísaði á bug öllum vangaveltum um að Grikkir þurfi að kasta evrunni. „Ég sé það ekki fyrir mér í eina sekúndu að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Þetta er tóm della, þetta er áróður," sagði Juncker, sem er í formennsku fyrir evruríkjahópnum. Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki sjá að Grikkir geti haldið áfram að vera með í félagsskap, ef þeir vilja ekki standa við þær samþykktir sem þeir sjálfir áttu þó aðild að. Lykilmaðurinn í stjórnarmyndunarviðræðunum í Grikklandi hefur í reynd verið Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, sem er bandalag nokkurra vinstriflokka og varð næststærsta aflið á þingi eftir kosningarnar 6. maí síðastliðinn. Flokkurinn var kosinn út á harða andstöðu gegn aðhaldsaðgerðunum, sparnaði og niðurskurði ríkisins sem bitnað hefur harkalega á grískum almenningi. Á hinn bóginn vill Tsipras, rétt eins og 80 prósent Grikkja, alls ekki segja skilið við evruna, enda litlar líkur á því að grískur almenningur kæmi vel út úr þeim efnahagshamförum, sem fylgdu gjaldmiðlaskiptum. Væntanlega yrði þá allsherjar bankahrun á Grikklandi, verðbólga færi upp úr öllu valdi og atvinnuleysi sömuleiðis. Búast má við enn harðari óeirðum og pólitískri pattstöðu sem öfgaöfl gætu hugsanlega notfært sér. „Afleiðingarnar fyrir Grikkland yrðu alvarlegri en fyrir hin evruríkin," var haft eftir Jens Weidemann, bankastjóra þýska seðlabankans, í fjölmiðlum um síðustu helgi. Hin evruríkin stæðu hins vegar ekki síður frammi fyrir erfiðleikum, því að þrýstingur á evruna myndi væntanlega aukast til muna. Fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar myndu hika við að eiga evrur í bönkum þeirra ríkja, sem eftir brotthvarf Grikkja stæðu tæpast, nefnilega ríkja á borð við Írland og Portúgal, Ítalíu og Spán. Spurningin snýst hins vegar um það hvort grískum stjórnmálamönnum tekst í tæka tíð að komast að einhverri niðurstöðu um aðhaldsaðgerðir, sem hin evruríkin geta sætt sig við. Takist það ekki virðist brotthvarf þeirra af evrusvæðinu óhjákvæmilegt. Sem stendur er óvissan algjör. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira