Segir netárásir á lítið varin fyrirtæki ógnvænlega þróun 16. maí 2012 14:00 Fyrirtækin tregari Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að fyrirtæki eru tregari til að verja fé í netöryggi, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte.Fréttablaðið/Stefán Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira