Stóreflis birkitré rifnaði upp með rótum á lóð við Reynimel í hvassviðrinu sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið á aðfaranótt mánudags.
Jón Kári Eldon, einn íbúa hússins, segir í samtali við Fréttablaðið að trjáfellirinn hafi blasað við um morguninn, en engin hætta hafi verið á ferðum.
Tréð hafi nú verið fjarlægt úr garðinum.
„Þetta var gamalt tré og stærsta tréð í garðinum þannig að það er hálf tómlegt um að lítast hérna eftir að það er farið," segir Jón Kári. - þj
Tómlegt eftir fall risatrés
