Hugmyndum um nýjan skatt á lífeyrissjóði vex fylgi 15. maí 2012 08:30 ÍBÚABYGGÐ Viðræður eru nú í gangi um leiðir til að koma til móts við þá sem eru með lán tengd lánsveðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í gær hugmyndum um að færa niður fasteignalán, sem tryggð eru með lánsveðum hjá ábyrgðarmönnum, að 110 prósentum af fasteignamati. Efnahagsráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra lögðu drög að samkomulagi þar um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi í gær. Fulltrúar Íbúðalánasjóðs sátu fundinn einnig. „Það eru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir telji sig ekki geta tekið þátt í þessu með okkur. Þá hefur farið mikill tími í að bíða eftir afgreiðslu þeirra," segir Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður landssamtakanna, segir að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Það hafi lengi legið fyrir og í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna árið 2010 hafi verið fengið lögfræðiálit sem staðfesti þetta. „Heimildir okkar lífeyrissjóðanna til að fella niður innheimtanlegar skuldir eru bara ekki til staðar, það er alveg skýrt," segir Arnar og bendir á að stærstur hluti þessara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í góðum skilum. Steingrímur segir hins vegar að ekki sé verið að fara fram á að farið verði á svig við lög. Þegar upp sé staðið græði allir á skynsamlegri úrlausn og slíkar aðgerðir gætu bætt eignasafn lífeyrissjóðanna. „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilunum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vaxandi kurr sé í garð lífeyrissjóðanna innan stjórnarflokkanna. Þykir mörgum að þeir hafi ekki sýnt nægilegan vilja til að koma til móts við skuldara með lánsveð. Raddir um að leiðir til að skattleggja lífeyrissjóðina til að ná þessum greiðslum inn og koma svo til móts við skuldarana verða æ háværari. Steingrímur vildi þó ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekki að fara út í það, en við þekkjum nú glímuna við þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum öðrum aðgerðum." Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði umrædd lán og fengju í staðinn ríkisskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með slíkum viðskiptum væri aðkomu lífeyrissjóðanna lokið," segir Arnar. - kóp Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í gær hugmyndum um að færa niður fasteignalán, sem tryggð eru með lánsveðum hjá ábyrgðarmönnum, að 110 prósentum af fasteignamati. Efnahagsráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra lögðu drög að samkomulagi þar um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi í gær. Fulltrúar Íbúðalánasjóðs sátu fundinn einnig. „Það eru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir telji sig ekki geta tekið þátt í þessu með okkur. Þá hefur farið mikill tími í að bíða eftir afgreiðslu þeirra," segir Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður landssamtakanna, segir að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Það hafi lengi legið fyrir og í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna árið 2010 hafi verið fengið lögfræðiálit sem staðfesti þetta. „Heimildir okkar lífeyrissjóðanna til að fella niður innheimtanlegar skuldir eru bara ekki til staðar, það er alveg skýrt," segir Arnar og bendir á að stærstur hluti þessara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í góðum skilum. Steingrímur segir hins vegar að ekki sé verið að fara fram á að farið verði á svig við lög. Þegar upp sé staðið græði allir á skynsamlegri úrlausn og slíkar aðgerðir gætu bætt eignasafn lífeyrissjóðanna. „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilunum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vaxandi kurr sé í garð lífeyrissjóðanna innan stjórnarflokkanna. Þykir mörgum að þeir hafi ekki sýnt nægilegan vilja til að koma til móts við skuldara með lánsveð. Raddir um að leiðir til að skattleggja lífeyrissjóðina til að ná þessum greiðslum inn og koma svo til móts við skuldarana verða æ háværari. Steingrímur vildi þó ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekki að fara út í það, en við þekkjum nú glímuna við þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum öðrum aðgerðum." Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði umrædd lán og fengju í staðinn ríkisskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með slíkum viðskiptum væri aðkomu lífeyrissjóðanna lokið," segir Arnar. - kóp
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira