Verðum miklu ofar eftir tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2012 00:01 Lars Lagerbäck er ánægður með að fá að prófa íslenska landsliðið á móti sterkum þjóðum sem eru á leiðinni á EM í sumar. Hér kynnir hann liðið ásamt aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni. Fréttablaðið/stefán Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar. Þetta eru jafnframt fyrstu leikir íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck þar sem hann hefur aðgengi að nánast öllum bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. Lars Lagerbäck tilkynnti hópinn sinn í gær og hann er alveg óhræddur við að mæta stórþjóðum eins og Frakklandi og Svíþjóð og fagnar því að fá alvöru próf á mannskapinn. Mjög mikilvægir leikir fram undan„Þetta eru augljóslega mjög mikilvægir leikir eins og allir vináttulandsleikir. Þetta er tækifæri til að vinna með leikmönnunum og skipulegggja hvernig liðið spilar. Hver leikur er því mjög mikilvægur en síðan er alltaf hægt að ræða hver styrkleiki mótherjanna eigi að vera. Að mínu mati er best að prófa sig á móti mjög sterkum þjóðum og nú fáum við tækifæri til þess," sagði Lars Lagerbäck. Smá forföll í hópnumLars getur ekki alveg valið úr öllum bestu mönnunum. Grétar Rafn Steinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir meiddir og þá verða þeir Emil Hallfreðsson, Arnór Smárason og Indriði Sigurðsson uppteknir með sínum liðum á sama tíma og leikirnir fara fram. Norska deildin er í gangi á sama tíma og í fyrstu ætlaði Lars ekki að velja leikmenn sem spila í Noregi en þeir Stefán Logi Magnússon, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Már Sævarsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma inn í hópinn fyrir leikinn við Svía. Lars valdi markvörðinn Ögmund Kristinsson í Frakkaleikinn til að kynnast landsliðsumhverfinu en auk Ögmundar er varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson nýliði í hópnum. „Ég skil það vel að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu óánægðir með slaka stöðu Íslands á FIFA-listanum. FIFA-listinn fer ekki að skipta máli fyrr en eftir tvö ár þegar hann ræður styrkleikaröðun fyrir næstu undankeppni. Auðvitað á íslenska landsliðið að vera mun hærra en ég vona að allir sýni þessu smá þolinmæði og við getum farið að vinna leiki og mjaka okkur upp listann. Ég held að Ísland verði miklu hærra á FIFA-listanum eftir tvö ár." Lars taldi það rétt að velja ekki Eið Smára Guðjohnsen í hópinn þrátt fyrir að hann sé farinn að spila á ný með AEK Aþenu en ætlar að funda með Eiði í sumar. Lars ræddi nokkra leikmenn á fundinum og þá sérstaklega þá Ara Frey Skúlason og Eyjólf Héðinsson sem hafa ekki verið fastamenn í landsliðinu undanfarin ár. Lars hefur það eftir góðum mönnum í Svíþjóð að Ari Freyr væri kominn í hóp bestu miðjumanna í sænsku deildinni og að menn hefðu líka verið að benda honum á Eyjólf Héðinsson. Lagerbäck sá Eyjólf síðan spila á dögunum og heillaðist það mikið af stráknum að hann valdi hann í liðið. Fagnar endurkomu KolbeinsLars fagnaði líka endurkomu Kolbeins sem hann hefur einungis talað við í síma. Hann er þó ekki viss um hversu mikið Kolbeinn getur spilað í þessum tveimur leikjum enda að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Lars er líka spenntur fyrir að prófa hinn stórefnilega Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn í hópinn fyrir Svíaleikinn. Auðvelt að velja fyrstu fimmtán„Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt að velja hópinn að þessu sinni og ef ég segi alveg eins og er þá var það frekar auðvelt. Það er mín reynsla af landsliðum að það er alltaf mjög auðvelt að velja fimmtán fyrstu leikmennina og þá skiptir ekki máli hvort þú ert í Nígeríu, Svíþjóð eða á Íslandi. Það er hópur sem er örlítið betri en hinir. Það er erfiðast að velja í síðustu sætin því þá eru margir leikmenn svipaðir að getu," sagði Lars og bætti við: „Þetta er ungt og reynslulítið landslið en þarna eru ungir leikmenn eins og Kolbeinn og Gylfi sem hafa mikla reynslu. Ég hef ekki valið eldri leikmenn eins og [Hermann] Hreiðarsson og [Heiðar] Helguson en þeir eru enn að spila. Ef þeir eru að spila vel og þessir strákar sem ég valdi núna eru ekki að standa sig eins vel og ég vonaði þá geta þeir komið inn í hópinn í haust. Ef við teljum að þeir séu betri en þessir strákar þá vel ég þá. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir góða fótboltamenn svo framarlega sem þeir eru með íslensk vegabréf," sagði Lars. Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar. Þetta eru jafnframt fyrstu leikir íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck þar sem hann hefur aðgengi að nánast öllum bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. Lars Lagerbäck tilkynnti hópinn sinn í gær og hann er alveg óhræddur við að mæta stórþjóðum eins og Frakklandi og Svíþjóð og fagnar því að fá alvöru próf á mannskapinn. Mjög mikilvægir leikir fram undan„Þetta eru augljóslega mjög mikilvægir leikir eins og allir vináttulandsleikir. Þetta er tækifæri til að vinna með leikmönnunum og skipulegggja hvernig liðið spilar. Hver leikur er því mjög mikilvægur en síðan er alltaf hægt að ræða hver styrkleiki mótherjanna eigi að vera. Að mínu mati er best að prófa sig á móti mjög sterkum þjóðum og nú fáum við tækifæri til þess," sagði Lars Lagerbäck. Smá forföll í hópnumLars getur ekki alveg valið úr öllum bestu mönnunum. Grétar Rafn Steinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir meiddir og þá verða þeir Emil Hallfreðsson, Arnór Smárason og Indriði Sigurðsson uppteknir með sínum liðum á sama tíma og leikirnir fara fram. Norska deildin er í gangi á sama tíma og í fyrstu ætlaði Lars ekki að velja leikmenn sem spila í Noregi en þeir Stefán Logi Magnússon, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Már Sævarsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma inn í hópinn fyrir leikinn við Svía. Lars valdi markvörðinn Ögmund Kristinsson í Frakkaleikinn til að kynnast landsliðsumhverfinu en auk Ögmundar er varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson nýliði í hópnum. „Ég skil það vel að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu óánægðir með slaka stöðu Íslands á FIFA-listanum. FIFA-listinn fer ekki að skipta máli fyrr en eftir tvö ár þegar hann ræður styrkleikaröðun fyrir næstu undankeppni. Auðvitað á íslenska landsliðið að vera mun hærra en ég vona að allir sýni þessu smá þolinmæði og við getum farið að vinna leiki og mjaka okkur upp listann. Ég held að Ísland verði miklu hærra á FIFA-listanum eftir tvö ár." Lars taldi það rétt að velja ekki Eið Smára Guðjohnsen í hópinn þrátt fyrir að hann sé farinn að spila á ný með AEK Aþenu en ætlar að funda með Eiði í sumar. Lars ræddi nokkra leikmenn á fundinum og þá sérstaklega þá Ara Frey Skúlason og Eyjólf Héðinsson sem hafa ekki verið fastamenn í landsliðinu undanfarin ár. Lars hefur það eftir góðum mönnum í Svíþjóð að Ari Freyr væri kominn í hóp bestu miðjumanna í sænsku deildinni og að menn hefðu líka verið að benda honum á Eyjólf Héðinsson. Lagerbäck sá Eyjólf síðan spila á dögunum og heillaðist það mikið af stráknum að hann valdi hann í liðið. Fagnar endurkomu KolbeinsLars fagnaði líka endurkomu Kolbeins sem hann hefur einungis talað við í síma. Hann er þó ekki viss um hversu mikið Kolbeinn getur spilað í þessum tveimur leikjum enda að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Lars er líka spenntur fyrir að prófa hinn stórefnilega Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn í hópinn fyrir Svíaleikinn. Auðvelt að velja fyrstu fimmtán„Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt að velja hópinn að þessu sinni og ef ég segi alveg eins og er þá var það frekar auðvelt. Það er mín reynsla af landsliðum að það er alltaf mjög auðvelt að velja fimmtán fyrstu leikmennina og þá skiptir ekki máli hvort þú ert í Nígeríu, Svíþjóð eða á Íslandi. Það er hópur sem er örlítið betri en hinir. Það er erfiðast að velja í síðustu sætin því þá eru margir leikmenn svipaðir að getu," sagði Lars og bætti við: „Þetta er ungt og reynslulítið landslið en þarna eru ungir leikmenn eins og Kolbeinn og Gylfi sem hafa mikla reynslu. Ég hef ekki valið eldri leikmenn eins og [Hermann] Hreiðarsson og [Heiðar] Helguson en þeir eru enn að spila. Ef þeir eru að spila vel og þessir strákar sem ég valdi núna eru ekki að standa sig eins vel og ég vonaði þá geta þeir komið inn í hópinn í haust. Ef við teljum að þeir séu betri en þessir strákar þá vel ég þá. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir góða fótboltamenn svo framarlega sem þeir eru með íslensk vegabréf," sagði Lars.
Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira