Verðum miklu ofar eftir tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2012 00:01 Lars Lagerbäck er ánægður með að fá að prófa íslenska landsliðið á móti sterkum þjóðum sem eru á leiðinni á EM í sumar. Hér kynnir hann liðið ásamt aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni. Fréttablaðið/stefán Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar. Þetta eru jafnframt fyrstu leikir íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck þar sem hann hefur aðgengi að nánast öllum bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. Lars Lagerbäck tilkynnti hópinn sinn í gær og hann er alveg óhræddur við að mæta stórþjóðum eins og Frakklandi og Svíþjóð og fagnar því að fá alvöru próf á mannskapinn. Mjög mikilvægir leikir fram undan„Þetta eru augljóslega mjög mikilvægir leikir eins og allir vináttulandsleikir. Þetta er tækifæri til að vinna með leikmönnunum og skipulegggja hvernig liðið spilar. Hver leikur er því mjög mikilvægur en síðan er alltaf hægt að ræða hver styrkleiki mótherjanna eigi að vera. Að mínu mati er best að prófa sig á móti mjög sterkum þjóðum og nú fáum við tækifæri til þess," sagði Lars Lagerbäck. Smá forföll í hópnumLars getur ekki alveg valið úr öllum bestu mönnunum. Grétar Rafn Steinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir meiddir og þá verða þeir Emil Hallfreðsson, Arnór Smárason og Indriði Sigurðsson uppteknir með sínum liðum á sama tíma og leikirnir fara fram. Norska deildin er í gangi á sama tíma og í fyrstu ætlaði Lars ekki að velja leikmenn sem spila í Noregi en þeir Stefán Logi Magnússon, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Már Sævarsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma inn í hópinn fyrir leikinn við Svía. Lars valdi markvörðinn Ögmund Kristinsson í Frakkaleikinn til að kynnast landsliðsumhverfinu en auk Ögmundar er varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson nýliði í hópnum. „Ég skil það vel að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu óánægðir með slaka stöðu Íslands á FIFA-listanum. FIFA-listinn fer ekki að skipta máli fyrr en eftir tvö ár þegar hann ræður styrkleikaröðun fyrir næstu undankeppni. Auðvitað á íslenska landsliðið að vera mun hærra en ég vona að allir sýni þessu smá þolinmæði og við getum farið að vinna leiki og mjaka okkur upp listann. Ég held að Ísland verði miklu hærra á FIFA-listanum eftir tvö ár." Lars taldi það rétt að velja ekki Eið Smára Guðjohnsen í hópinn þrátt fyrir að hann sé farinn að spila á ný með AEK Aþenu en ætlar að funda með Eiði í sumar. Lars ræddi nokkra leikmenn á fundinum og þá sérstaklega þá Ara Frey Skúlason og Eyjólf Héðinsson sem hafa ekki verið fastamenn í landsliðinu undanfarin ár. Lars hefur það eftir góðum mönnum í Svíþjóð að Ari Freyr væri kominn í hóp bestu miðjumanna í sænsku deildinni og að menn hefðu líka verið að benda honum á Eyjólf Héðinsson. Lagerbäck sá Eyjólf síðan spila á dögunum og heillaðist það mikið af stráknum að hann valdi hann í liðið. Fagnar endurkomu KolbeinsLars fagnaði líka endurkomu Kolbeins sem hann hefur einungis talað við í síma. Hann er þó ekki viss um hversu mikið Kolbeinn getur spilað í þessum tveimur leikjum enda að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Lars er líka spenntur fyrir að prófa hinn stórefnilega Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn í hópinn fyrir Svíaleikinn. Auðvelt að velja fyrstu fimmtán„Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt að velja hópinn að þessu sinni og ef ég segi alveg eins og er þá var það frekar auðvelt. Það er mín reynsla af landsliðum að það er alltaf mjög auðvelt að velja fimmtán fyrstu leikmennina og þá skiptir ekki máli hvort þú ert í Nígeríu, Svíþjóð eða á Íslandi. Það er hópur sem er örlítið betri en hinir. Það er erfiðast að velja í síðustu sætin því þá eru margir leikmenn svipaðir að getu," sagði Lars og bætti við: „Þetta er ungt og reynslulítið landslið en þarna eru ungir leikmenn eins og Kolbeinn og Gylfi sem hafa mikla reynslu. Ég hef ekki valið eldri leikmenn eins og [Hermann] Hreiðarsson og [Heiðar] Helguson en þeir eru enn að spila. Ef þeir eru að spila vel og þessir strákar sem ég valdi núna eru ekki að standa sig eins vel og ég vonaði þá geta þeir komið inn í hópinn í haust. Ef við teljum að þeir séu betri en þessir strákar þá vel ég þá. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir góða fótboltamenn svo framarlega sem þeir eru með íslensk vegabréf," sagði Lars. Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar. Þetta eru jafnframt fyrstu leikir íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck þar sem hann hefur aðgengi að nánast öllum bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. Lars Lagerbäck tilkynnti hópinn sinn í gær og hann er alveg óhræddur við að mæta stórþjóðum eins og Frakklandi og Svíþjóð og fagnar því að fá alvöru próf á mannskapinn. Mjög mikilvægir leikir fram undan„Þetta eru augljóslega mjög mikilvægir leikir eins og allir vináttulandsleikir. Þetta er tækifæri til að vinna með leikmönnunum og skipulegggja hvernig liðið spilar. Hver leikur er því mjög mikilvægur en síðan er alltaf hægt að ræða hver styrkleiki mótherjanna eigi að vera. Að mínu mati er best að prófa sig á móti mjög sterkum þjóðum og nú fáum við tækifæri til þess," sagði Lars Lagerbäck. Smá forföll í hópnumLars getur ekki alveg valið úr öllum bestu mönnunum. Grétar Rafn Steinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir meiddir og þá verða þeir Emil Hallfreðsson, Arnór Smárason og Indriði Sigurðsson uppteknir með sínum liðum á sama tíma og leikirnir fara fram. Norska deildin er í gangi á sama tíma og í fyrstu ætlaði Lars ekki að velja leikmenn sem spila í Noregi en þeir Stefán Logi Magnússon, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Már Sævarsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma inn í hópinn fyrir leikinn við Svía. Lars valdi markvörðinn Ögmund Kristinsson í Frakkaleikinn til að kynnast landsliðsumhverfinu en auk Ögmundar er varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson nýliði í hópnum. „Ég skil það vel að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu óánægðir með slaka stöðu Íslands á FIFA-listanum. FIFA-listinn fer ekki að skipta máli fyrr en eftir tvö ár þegar hann ræður styrkleikaröðun fyrir næstu undankeppni. Auðvitað á íslenska landsliðið að vera mun hærra en ég vona að allir sýni þessu smá þolinmæði og við getum farið að vinna leiki og mjaka okkur upp listann. Ég held að Ísland verði miklu hærra á FIFA-listanum eftir tvö ár." Lars taldi það rétt að velja ekki Eið Smára Guðjohnsen í hópinn þrátt fyrir að hann sé farinn að spila á ný með AEK Aþenu en ætlar að funda með Eiði í sumar. Lars ræddi nokkra leikmenn á fundinum og þá sérstaklega þá Ara Frey Skúlason og Eyjólf Héðinsson sem hafa ekki verið fastamenn í landsliðinu undanfarin ár. Lars hefur það eftir góðum mönnum í Svíþjóð að Ari Freyr væri kominn í hóp bestu miðjumanna í sænsku deildinni og að menn hefðu líka verið að benda honum á Eyjólf Héðinsson. Lagerbäck sá Eyjólf síðan spila á dögunum og heillaðist það mikið af stráknum að hann valdi hann í liðið. Fagnar endurkomu KolbeinsLars fagnaði líka endurkomu Kolbeins sem hann hefur einungis talað við í síma. Hann er þó ekki viss um hversu mikið Kolbeinn getur spilað í þessum tveimur leikjum enda að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Lars er líka spenntur fyrir að prófa hinn stórefnilega Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn í hópinn fyrir Svíaleikinn. Auðvelt að velja fyrstu fimmtán„Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt að velja hópinn að þessu sinni og ef ég segi alveg eins og er þá var það frekar auðvelt. Það er mín reynsla af landsliðum að það er alltaf mjög auðvelt að velja fimmtán fyrstu leikmennina og þá skiptir ekki máli hvort þú ert í Nígeríu, Svíþjóð eða á Íslandi. Það er hópur sem er örlítið betri en hinir. Það er erfiðast að velja í síðustu sætin því þá eru margir leikmenn svipaðir að getu," sagði Lars og bætti við: „Þetta er ungt og reynslulítið landslið en þarna eru ungir leikmenn eins og Kolbeinn og Gylfi sem hafa mikla reynslu. Ég hef ekki valið eldri leikmenn eins og [Hermann] Hreiðarsson og [Heiðar] Helguson en þeir eru enn að spila. Ef þeir eru að spila vel og þessir strákar sem ég valdi núna eru ekki að standa sig eins vel og ég vonaði þá geta þeir komið inn í hópinn í haust. Ef við teljum að þeir séu betri en þessir strákar þá vel ég þá. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir góða fótboltamenn svo framarlega sem þeir eru með íslensk vegabréf," sagði Lars.
Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira