Sparibankinn leitar erlends fjármagns 5. maí 2012 15:00 Ingólfur H. Ingólfsson Aðstandendur Sparibankans eiga í viðræðum við erlenda aðila um að koma að fjármögnun bankans. Erfiðlega hefur gengið að ljúka fjármögnun og þurfti bankinn í október að segja upp leigusamningi á Iðuhúsinu við Lækjargötu sem hann hafði tekið á leigu. Enginn tímarammi er til staðar um opnun bankans. „Við höfum um talsverða hríð leitað að fjármagni hér innanlands en það hefur reynst árangurslaust hver svo sem ástæðan fyrir því er. Við hófum því leit að erlendum fjárfestum og eigum nú í viðræðum við slíka aðila," segir Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi og stjórnarformaður bankans. Ingólfur segir ekki hægt að upplýsa um það hverja nákvæmlega bankinn á í viðræðum við þar sem gerð hafi verið gagnkvæm trúnaðaryfirlýsing. „Ég get hins vegar sagt að við höfum gefið okkur ákveðinn tíma í þessar viðræður og ef þetta gengur upp þá kynnum við það kannski um mitt sumar," segir Ingólfur. Sparibankinn byggir á þýskri fyrirmynd, en samkvæmt vefsíðu bankans mun hann fylgja samfélagslega ábyrgri útlánastefnu og hvetja viðskiptavini sína til sparnaðar og eignauppbyggingar. Stefnt var að því að hefja rekstur á fyrri hluta þessa árs en að sögn Ingólfs er enginn tímarammi um opnun nú meðan fjármögnun er ólokið.- mþl Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Aðstandendur Sparibankans eiga í viðræðum við erlenda aðila um að koma að fjármögnun bankans. Erfiðlega hefur gengið að ljúka fjármögnun og þurfti bankinn í október að segja upp leigusamningi á Iðuhúsinu við Lækjargötu sem hann hafði tekið á leigu. Enginn tímarammi er til staðar um opnun bankans. „Við höfum um talsverða hríð leitað að fjármagni hér innanlands en það hefur reynst árangurslaust hver svo sem ástæðan fyrir því er. Við hófum því leit að erlendum fjárfestum og eigum nú í viðræðum við slíka aðila," segir Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi og stjórnarformaður bankans. Ingólfur segir ekki hægt að upplýsa um það hverja nákvæmlega bankinn á í viðræðum við þar sem gerð hafi verið gagnkvæm trúnaðaryfirlýsing. „Ég get hins vegar sagt að við höfum gefið okkur ákveðinn tíma í þessar viðræður og ef þetta gengur upp þá kynnum við það kannski um mitt sumar," segir Ingólfur. Sparibankinn byggir á þýskri fyrirmynd, en samkvæmt vefsíðu bankans mun hann fylgja samfélagslega ábyrgri útlánastefnu og hvetja viðskiptavini sína til sparnaðar og eignauppbyggingar. Stefnt var að því að hefja rekstur á fyrri hluta þessa árs en að sögn Ingólfs er enginn tímarammi um opnun nú meðan fjármögnun er ólokið.- mþl
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira