Fékk þrettánfalt matsverð fyrir hlut í Aurum Holding 1. maí 2012 06:00 Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnar Glitnis sem rekur málið. Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. Í málinu eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008, en öll lánsupphæðin tapaðist á endanum og bar þrotabú Glitnis allt tapið. Jón Ásgeir og Pálmi fengu hvor sinn milljarðinn af lánsfénu til ráðstöfunar en fjórir milljarðar fóru í að greiða niður lán Fons. Í lok mars 2011 voru Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kvaddir til sem matsmenn í málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að matsmennirnir hafi komist að því að virði hlutarins sem FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir hafi verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna. Niðurstaða þeirra sé því að eðlilegt mat á hlutnum sé mitt á milli efri og neðri marka matsins, eða 464 milljónir króna. Matsmennirnir hafa nú lokið við að meta markaðsverðmæti hlutarins og verður skýrsla þeirra lögð fyrir við fyrirtöku á miðvikudag, þann 2. maí. Málsvörn hinna stefndu í málinu hefur meðal annars verið sú að snemma árs 2008 hafi Kaupþing haft milligöngu um að kynna fulltrúa Damas Jewellery í Dubai, stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, fyrir forsvarsmönnum Baugs, félags sem Jón Ásgeir var ráðandi í. Í kjölfarið hafi Damas lýst yfir áhuga á að kaupa allan hlut Fons í Aurum og skrifað hafi verið undir óskuldbindandi tilboð um miðjan júní upp á um sex milljarða króna. Hinir stefndu telja að tilurð þess sýni hvaða verðmat lá til grundvallar í væntanlegum viðskiptum. Upp úr viðræðum við Damas slitnaði í október 2008. Aurum Holding málið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. Í málinu eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008, en öll lánsupphæðin tapaðist á endanum og bar þrotabú Glitnis allt tapið. Jón Ásgeir og Pálmi fengu hvor sinn milljarðinn af lánsfénu til ráðstöfunar en fjórir milljarðar fóru í að greiða niður lán Fons. Í lok mars 2011 voru Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kvaddir til sem matsmenn í málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að matsmennirnir hafi komist að því að virði hlutarins sem FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir hafi verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna. Niðurstaða þeirra sé því að eðlilegt mat á hlutnum sé mitt á milli efri og neðri marka matsins, eða 464 milljónir króna. Matsmennirnir hafa nú lokið við að meta markaðsverðmæti hlutarins og verður skýrsla þeirra lögð fyrir við fyrirtöku á miðvikudag, þann 2. maí. Málsvörn hinna stefndu í málinu hefur meðal annars verið sú að snemma árs 2008 hafi Kaupþing haft milligöngu um að kynna fulltrúa Damas Jewellery í Dubai, stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, fyrir forsvarsmönnum Baugs, félags sem Jón Ásgeir var ráðandi í. Í kjölfarið hafi Damas lýst yfir áhuga á að kaupa allan hlut Fons í Aurum og skrifað hafi verið undir óskuldbindandi tilboð um miðjan júní upp á um sex milljarða króna. Hinir stefndu telja að tilurð þess sýni hvaða verðmat lá til grundvallar í væntanlegum viðskiptum. Upp úr viðræðum við Damas slitnaði í október 2008.
Aurum Holding málið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira