Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu 27. apríl 2012 07:00 Fordómar Íslenskir lögreglumenn ættu að bregðast við og stöðva brot á lögum sjái þeir skilti með hatursáróðri í mótmælum hér á landi segir Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra.Nordicphotos/AFP Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira