Stjórnmálasamtökin Dögun hófu í gær undirskriftasöfnun gegn kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja stjórnvöld til að virða loforð í kvótamálum og hvetja forseta Íslands til þess að synja frumvarpinu annars staðfestingar.
Í tilkynningu frá samtökunum segir að báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið á þeirri skoðun að leggja ætti niður kvótakerfið og taka upp nýtt kerfi. Í nýju frumvarpi sé öllum úrbótum sem lofað var kastað fyrir róða. - þeb
