Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar 26. apríl 2012 10:00 Silfra Hin kristaltæra Silfra er feikidjúp og opnast út í Þingvallavatn austan Öxarár. Á mestu álagsstundum svamla kafarar þar hver um annan þveran.Fréttablaðið/Vilhelm „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
„Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar
Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira