Erlent

Tóbaksrisi í mál vegna bannsins

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. MYND Hörður
Tóbaksrisinn Philip Morris mætir norsku lýðheilsustofnuninni fyrir rétti í júní. Fulltrúar Philip Morris telja að bann við að hafa tóbak sýnilegt í verslunum í Noregi brjóti í bága við reglur EES um frjálst vöruflæði. Bannið tók gildi í janúar 2010.

Upplýsingafulltrúi tóbaksframleiðandans segir að lögin hafi verið samþykkt án þess að sannað sé að slíkt bann takmarki skaðsemi tóbaks fyrir heilsuna. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×