Þingmál ná ekki í nefndir 25. apríl 2012 07:00 Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. Frá því að þing tók aftur til starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö mál verið samþykkt til þingnefndar, tillaga um breytingu á stjórnarráði og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, sakar stjórnarandstöðuna um að ástunda nýja tegund af málþófi sem felist í því að málum sé ekki hleypt til nefnda. „Þau eru búin að hertaka löggjafasamkunduna." Stjórnarandstæðingar sem Fréttablaðið ræddi við sökuðu stjórnina hins vegar um að forgangsraða ekki þeim málum sem ljúka ætti á yfirstandandi þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir stjórnina hafa komið fram með mál sem gríðarlegur ágreiningur sé um í stjórnarflokkunum sjálfum. Alla forgangsröðun vanti. „Það hefur komið til tals á þingflokksformannafundum og forsætisnefndarfundum að það sé nauðsynlegt að fá fram forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem hún vilji klára, því augljóst sé að öll mál verði ekki kláruð." Sigurður segir að því lengur sem það dragist því færri mál muni klárast. Björn Valur segir hins vegar að ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi áherslu: kvótann, Rammaáætlun og breytingar á stjórnarráði. Þessi mál hafi komið fram fyrir tilskilinn frest og stefna stjórnarinnar varðandi þau sé ljós og því verði ekki samið um þau. „Það er hins vegar óheilbrigt að ekki skuli vera hægt að taka þetta til umfjöllunar í nefndum, þar sem þingmenn og aðrir í samfélaginu sem hafa áhuga á málinu geta komið að þeim og haft áhrif á þau." Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að koma málum eins og Rammaáætlun sem fyrst til nefndar. Í annarri umræðu sé hægt að fjalla efnislega um umsagnir og faglega vinnu nefndarinnar. „Svo virðist hins vegar að það sé stefna stjórnarandstöðunnar að hægja verulega á öllum málum." Heimildir Fréttablaðsins herma að andrúmsloft á Alþingi sé við frostmark. Dómur Landsdóms hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki er samið um þingstörf bíður fjöldi mála umfjöllunar. Af öðrum málum sem gætu orðið tímafrek má nefna breytingar á stjórnarskránni, en tæpur mánuður er síðan þær voru ræddar.- kóp Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. Frá því að þing tók aftur til starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö mál verið samþykkt til þingnefndar, tillaga um breytingu á stjórnarráði og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, sakar stjórnarandstöðuna um að ástunda nýja tegund af málþófi sem felist í því að málum sé ekki hleypt til nefnda. „Þau eru búin að hertaka löggjafasamkunduna." Stjórnarandstæðingar sem Fréttablaðið ræddi við sökuðu stjórnina hins vegar um að forgangsraða ekki þeim málum sem ljúka ætti á yfirstandandi þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir stjórnina hafa komið fram með mál sem gríðarlegur ágreiningur sé um í stjórnarflokkunum sjálfum. Alla forgangsröðun vanti. „Það hefur komið til tals á þingflokksformannafundum og forsætisnefndarfundum að það sé nauðsynlegt að fá fram forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem hún vilji klára, því augljóst sé að öll mál verði ekki kláruð." Sigurður segir að því lengur sem það dragist því færri mál muni klárast. Björn Valur segir hins vegar að ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi áherslu: kvótann, Rammaáætlun og breytingar á stjórnarráði. Þessi mál hafi komið fram fyrir tilskilinn frest og stefna stjórnarinnar varðandi þau sé ljós og því verði ekki samið um þau. „Það er hins vegar óheilbrigt að ekki skuli vera hægt að taka þetta til umfjöllunar í nefndum, þar sem þingmenn og aðrir í samfélaginu sem hafa áhuga á málinu geta komið að þeim og haft áhrif á þau." Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að koma málum eins og Rammaáætlun sem fyrst til nefndar. Í annarri umræðu sé hægt að fjalla efnislega um umsagnir og faglega vinnu nefndarinnar. „Svo virðist hins vegar að það sé stefna stjórnarandstöðunnar að hægja verulega á öllum málum." Heimildir Fréttablaðsins herma að andrúmsloft á Alþingi sé við frostmark. Dómur Landsdóms hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki er samið um þingstörf bíður fjöldi mála umfjöllunar. Af öðrum málum sem gætu orðið tímafrek má nefna breytingar á stjórnarskránni, en tæpur mánuður er síðan þær voru ræddar.- kóp
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira