Viðskipti innlent

Hlutafé aukið um 300 milljónir í desember

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Hlutafé ÍAV ehf. var aukið um 300 milljónir króna um miðjan desember síðastliðinn. Í tilkynningu til fyrirtækjaskráar kemur fram að kaupendur hins nýja hlutafjár sé Íslenskir aðalverktakar ehf., sem áttu allt hlutafé í verktakafyrirtækinu áður. Um er að ræða 37,5% aukningu á hlutafénu.

ÍAV hagnaðist um 11 milljónir króna á árinu 2010, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skilaði inn 30. mars síðastliðinn. Alls metur ÍAV-samstæðan, en móðurfélagið á ellefu dótturfélög, eignir sínar á 3,6 milljarða króna og eigið fé hennar var 454 milljónir króna í lok árs 2010. Skuldir hennar voru 3,2 milljarðar króna á sama tíma.

Eigendur ÍAV eru svissneski verktakarisinn Marti Holdings AG, og félög í eigu Gunnars Sverrissonar og Karls Þráinssonar, forstjóra ÍAV. Marti keypti verktakahluta ÍAV í mars 2010. Fasteignahluti félagsins, og þorri skulda þess, varð eftir hjá Arion banka. Drög ehf., fyrrum móðurfélag ÍAV, skuldaði 28,1 milljarð króna í lok árs 2009. Eigið fé þess félags var neikvætt um 20,3 milljarða króna á sama tíma. Marti lánaði síðan þeim Gunnari og Karli til að kaupa 25% eignarhlut hvor í ágúst 2010. - þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×