Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram 24. apríl 2012 08:00 skeggrætt Steingrímur J. Sigfússon hætti sem fjármálaráðherra um síðustu áramót. Fjárlaganefnd telur að vinna við fjárlagagerð hafi batnað til muna, en boðar frumvarp um að mörkuðum tekjustofnum verði snarfækkað.fréttablaðið/gva Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira