Snyrtivöruframleiðandinn Mac mun senda frá sér nýja línu í haust sem unnin er í samstarfi við Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstýru franska Vogue. Fyrirtækið hefur áður unnið með konum á borð við Iris Apfel, Beth Ditto og Miss Piggy úr Prúðuleikunum.
Í línunni verður lögð áhersla á þykkar augabrúnir og húðlitaðar varir í anda Roitfeld og verður línan mynduð af engum öðrum en Mario Sorrenti. Roitfeld mun ekki aðeins koma að sköpun snyrtivaranna heldur mun hún einnig hanna umbúðirnar og finna skemmtileg nöfn á vörurnar.
