Stjörnubjart í Grindavík Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Justin Shouse og félagar í Stjörnunni fóru á kostum í Grindavík í gær. Mynd/Daníel Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og tölurnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta," sagði Teitur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslitakeppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta. Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og tölurnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta," sagði Teitur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslitakeppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta.
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira