Handverk í formi málverks 22. apríl 2012 15:00 Helga Sigríður er hugfangin af handverki kvenna og notar það í myndlist. mynd/Ágúst Þór Bjarnason „Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona en nýverið sýndi hún ólíkar útfærslur á áttablaðarósinni í gallerý Populus Tremula í Gilinu á Akureyri. Í skólanum skoðaði Helga listsköpun kvenna og hvernig konur hafa notað textíl í myndlist og þar með fann hún sinn tón. „Lokaverkefnið mitt varð stórt teppi úr útsaumsstykkjum, gömlum dúkum og púðum sem ég safnaði að mér. Útsaumurinn hefur gegnum aldirnar verið verk konunnar og ástæða þess að konur fengu að læra teikningu hér áður var til að þær gætu teiknað sín eigin útsaumsmunstur. Ég hef mikinn áhuga á gömlu handverki og munstrum en að yfirfæra þau í málverk," segir Helga. „Ég sýndi fyrstu útsaumsmunstrin á minjasafninu Hnjóti fyrir vestan fyrir þremur árum, en þau vann ég upp úr gömlum púða frá ömmu. Undanfarið hefur áttablaðarósin átt hug minn allan en hún er svo miklu meira en bara útsaumsmunstur. Hún er eldgamalt tákn og kemur fyrir í mörgum trúarbrögðum, táknar jafnvægi og frjósemi," segir Helga en rósina málaði hún bæði á striga og á trékolla auk þess að perla hana á bókarkápur.„Kollarnir höfðu fylgt mér lengi en með því að mála munstrið á setuna með olíulitum breytti ég þeim úr nytjahlutum í skúlptúra, eða í málverk í öðru formi. Svo notaði ég bæði perlur og gamlar tölur til að útfæra rósina á bókakápur en sú hugmynd spratt í framhaldinu af kollunum. Ég vinn gjarnan þannig að verkefnið teymir mig áfram," útskýrir Helga og segist jafnvel vera undir áhrifum frá nemendum sínum í Hrafnagilsskóla. „Ég kenni í leikskóladeildinni, yngstu og elstu börnunum og það er oft ótrúlegt að horfa á hvað þau eru óhrædd við að nota liti og verkin verða til hjá þeim áreynslulaust. Það á mjög vel við mig." Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona en nýverið sýndi hún ólíkar útfærslur á áttablaðarósinni í gallerý Populus Tremula í Gilinu á Akureyri. Í skólanum skoðaði Helga listsköpun kvenna og hvernig konur hafa notað textíl í myndlist og þar með fann hún sinn tón. „Lokaverkefnið mitt varð stórt teppi úr útsaumsstykkjum, gömlum dúkum og púðum sem ég safnaði að mér. Útsaumurinn hefur gegnum aldirnar verið verk konunnar og ástæða þess að konur fengu að læra teikningu hér áður var til að þær gætu teiknað sín eigin útsaumsmunstur. Ég hef mikinn áhuga á gömlu handverki og munstrum en að yfirfæra þau í málverk," segir Helga. „Ég sýndi fyrstu útsaumsmunstrin á minjasafninu Hnjóti fyrir vestan fyrir þremur árum, en þau vann ég upp úr gömlum púða frá ömmu. Undanfarið hefur áttablaðarósin átt hug minn allan en hún er svo miklu meira en bara útsaumsmunstur. Hún er eldgamalt tákn og kemur fyrir í mörgum trúarbrögðum, táknar jafnvægi og frjósemi," segir Helga en rósina málaði hún bæði á striga og á trékolla auk þess að perla hana á bókarkápur.„Kollarnir höfðu fylgt mér lengi en með því að mála munstrið á setuna með olíulitum breytti ég þeim úr nytjahlutum í skúlptúra, eða í málverk í öðru formi. Svo notaði ég bæði perlur og gamlar tölur til að útfæra rósina á bókakápur en sú hugmynd spratt í framhaldinu af kollunum. Ég vinn gjarnan þannig að verkefnið teymir mig áfram," útskýrir Helga og segist jafnvel vera undir áhrifum frá nemendum sínum í Hrafnagilsskóla. „Ég kenni í leikskóladeildinni, yngstu og elstu börnunum og það er oft ótrúlegt að horfa á hvað þau eru óhrædd við að nota liti og verkin verða til hjá þeim áreynslulaust. Það á mjög vel við mig."
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira