Óverðtryggðu lánin hækka 11. apríl 2012 07:00 Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum. Vextir óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverðtryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóðurinn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti," segir Haraldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntanlega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bankanna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverðtryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabankinn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalánaformið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum. Vextir óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverðtryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóðurinn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti," segir Haraldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntanlega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bankanna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverðtryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabankinn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalánaformið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl
Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira