Sport

Sextán ára Íslandsmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Helgi Bjarnason.
Jakob Helgi Bjarnason. Fréttablaðið/Stefán
Skíðamóti Íslands lauk í Hlíðarfjalli í gær með keppni í stórsvigi karla og kvenna. Katrín Kristjánsdóttir frá Akureyri varð hlutskörpust kvenna og Dalvíkingurinn Jakob Helgi Bjarnason í karlaflokki, en hann er einungis sextán ára gamall og vann þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í flokki fullorðinna.

Jakob Helgi er í hópi bestu skíðagarpa Evrópu í sínum aldursflokki og þykir mikið efni. Hann varð í öðru sæti í svigi á laugardaginn.

Katrín er tvítug og yngri systir Dagnýjar Lindu sem lengi bar höfuð og herðar yfir aðrar skíðakonur á Íslandi. Hún hætti árið 2008 eftir langan og gæfuríkan feril. Katrín var í öðru sæti eftir fyrri ferð í sviginu á laugardaginn en féll úr leik í seinni ferðinni. Sigurvegari í svigi kvenna, hin átján ára María Guðmundsdóttir, meiddist á hné í gær og er óvíst hversu alvarleg meiðslin eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×