Hjartaskoðun aðeins hjá liðum í Evrópukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2012 09:00 Knattspyrnuheimurinn er enn að jafna sig eftir áfallið sem Muamba fékk. Mynd/Nordic Photos/Getty Það hefur verið mikil umræða um heilsuvernd knattspyrnumanna í kjölfar þess að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist á undanförnum árum. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvernig eftirliti með ástandi íslenskra knattspyrnumanna væri háttað. „Almenn læknisskoðun leikmanna er krafa samkvæmt leyfiskerfi KSÍ en leikmenn liða sem taka þátt í Evrópukeppnum þurfa að gangast undir ítarlegri læknisskoðun. Þar á meðal þurfa þeir leikmenn að fara í hjartaómskoðun," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en stendur til að gera betur í þessum málum? „Það er hægt að gera betur í öllum þessum málum og verið að ræða ýmislegt. Það er svo síðan spurning um kostnaðarliðinn sem getur orðið hár." Það hefur einnig verið rætt víða hvort ekki ætti að skylda þjálfara liða í yngri flokkum að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið. Ef eitthvað kæmi upp á í leik væri alltaf tryggt að einhver á staðnum kynni að bregðast rétt við. „Skyndihjálpin er hluti af okkar námsefni að ég held en það er spurning um hversu reglulega þjálfarar ættu að fara á slík námskeið. Það væri mjög æskilegt að þjálfarar myndu sækja slík námskeið reglulega." Dæmin eru til staðar hér á landi rétt eins og erlendis. Ætlar KSÍ að breyta einhverju í sínu kerfi í þessum málum? „UEFA og FIFA eru að vinna á þessum vettvangi og við höfum fylgt þeirra reglum vel eftir. Við höfum samt ekki enn gert það að skyldu að leikmenn í efstu deildum fari í hjartaskoðun enda snýst það um talsverðan kostnað." Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Það hefur verið mikil umræða um heilsuvernd knattspyrnumanna í kjölfar þess að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist á undanförnum árum. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvernig eftirliti með ástandi íslenskra knattspyrnumanna væri háttað. „Almenn læknisskoðun leikmanna er krafa samkvæmt leyfiskerfi KSÍ en leikmenn liða sem taka þátt í Evrópukeppnum þurfa að gangast undir ítarlegri læknisskoðun. Þar á meðal þurfa þeir leikmenn að fara í hjartaómskoðun," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en stendur til að gera betur í þessum málum? „Það er hægt að gera betur í öllum þessum málum og verið að ræða ýmislegt. Það er svo síðan spurning um kostnaðarliðinn sem getur orðið hár." Það hefur einnig verið rætt víða hvort ekki ætti að skylda þjálfara liða í yngri flokkum að fara reglulega á skyndihjálparnámskeið. Ef eitthvað kæmi upp á í leik væri alltaf tryggt að einhver á staðnum kynni að bregðast rétt við. „Skyndihjálpin er hluti af okkar námsefni að ég held en það er spurning um hversu reglulega þjálfarar ættu að fara á slík námskeið. Það væri mjög æskilegt að þjálfarar myndu sækja slík námskeið reglulega." Dæmin eru til staðar hér á landi rétt eins og erlendis. Ætlar KSÍ að breyta einhverju í sínu kerfi í þessum málum? „UEFA og FIFA eru að vinna á þessum vettvangi og við höfum fylgt þeirra reglum vel eftir. Við höfum samt ekki enn gert það að skyldu að leikmenn í efstu deildum fari í hjartaskoðun enda snýst það um talsverðan kostnað."
Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira