Umfangsmiklar húsleitir hjá Samherja Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. mars 2012 00:01 Við skrifstofu samherja í reykjavík í gær Húsleitir fóru fram samtímis í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í Reykjavík auk þess sem gagna var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja.Fréttablaðið/pjetur Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira