Ofbeldi vegur þyngra en níð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2012 08:00 KSÍ hefur í áraraðir tekið þátt í átakinu "Leikur án fordóma”. Formaður KSÍ segir að þörf sé á meiri fræðslu í þessum málum. fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í." Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í."
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira