Seðlabankinn fylgdi ekki verklagsreglum 23. mars 2012 07:30 æðsta stjórnin Öll meðferð og ákvarðanataka varðandi lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings var hjá æðstu stjórn bankans. Verklagsreglum var ekki fylgt. Bankastjórarnir þrír, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, kynna hér ákvörðun um stýrivexti ásamt Arnóri Hannibalssyni, núverandi aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. fréttablaðið/gva Verklagsreglum Seðlabanka Íslands var ekki fylgt þegar bankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. nóvember 2008. Þá var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu, en Kaupþing setti fram veð í danska FIH-bankanum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Í svarinu segir að lántöku Kaupþings hafi borið brátt að og því hafi ekki reynst tími til að kanna veðið eða fara eftir verklagsreglum. „Aðstæður þann 6. október voru með þeim hætti að enginn tími var til að fylgja verklagsreglum formlega eftir. Öll meðferð málsins og ákvarðanataka var hjá æðstu stjórn bankans. Öll áhersla var lögð á að tryggja réttarstöðu Seðlabankans með því að veðsetning tækist." Lánið var veitt til að vinna bug á lausafjárerfiðleikum Kaupþings, en það átti að greiðast fjórum dögum síðar. Það bar 9,4 prósenta nafnvexti. Ekki var gengið frá skriflegum lánasamningi á þeim degi sem lánið var veitt. Seðlabankinn telur í svari sínu ólíklegt að FIH-bankinn hefði veitt aðgang að lánasamningum sínum vegna trúnaðar við viðskiptavini. Danski bankinn var seldur haustið 2010. Hluti kaupverðsins, 1,9 milljarðar danskra króna, var greiddur við söluna en afganginn átti að greiða á fjórum árum. Upphæðin verður þó leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningi bankans á tímabilinu. Helgi Hjörvar spyr Seðlabankann að því hvort ekki sé óvíst um endurheimtur á helmingi lánsfjárhæðarinnar og fjármagnskostnaðar og líkur séu á að umtalsverður hluti þess geti tapast. Í svari Seðlabanka Íslands segir: „Talsverð óvissa ríkir um endurheimtur á seljandaláni („Earn-out-agreement") sem veitt var við sölu á hlutafé FIH-bankans ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira
Verklagsreglum Seðlabanka Íslands var ekki fylgt þegar bankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. nóvember 2008. Þá var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu, en Kaupþing setti fram veð í danska FIH-bankanum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar. Í svarinu segir að lántöku Kaupþings hafi borið brátt að og því hafi ekki reynst tími til að kanna veðið eða fara eftir verklagsreglum. „Aðstæður þann 6. október voru með þeim hætti að enginn tími var til að fylgja verklagsreglum formlega eftir. Öll meðferð málsins og ákvarðanataka var hjá æðstu stjórn bankans. Öll áhersla var lögð á að tryggja réttarstöðu Seðlabankans með því að veðsetning tækist." Lánið var veitt til að vinna bug á lausafjárerfiðleikum Kaupþings, en það átti að greiðast fjórum dögum síðar. Það bar 9,4 prósenta nafnvexti. Ekki var gengið frá skriflegum lánasamningi á þeim degi sem lánið var veitt. Seðlabankinn telur í svari sínu ólíklegt að FIH-bankinn hefði veitt aðgang að lánasamningum sínum vegna trúnaðar við viðskiptavini. Danski bankinn var seldur haustið 2010. Hluti kaupverðsins, 1,9 milljarðar danskra króna, var greiddur við söluna en afganginn átti að greiða á fjórum árum. Upphæðin verður þó leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningi bankans á tímabilinu. Helgi Hjörvar spyr Seðlabankann að því hvort ekki sé óvíst um endurheimtur á helmingi lánsfjárhæðarinnar og fjármagnskostnaðar og líkur séu á að umtalsverður hluti þess geti tapast. Í svari Seðlabanka Íslands segir: „Talsverð óvissa ríkir um endurheimtur á seljandaláni („Earn-out-agreement") sem veitt var við sölu á hlutafé FIH-bankans ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira