Rokkgoðin Gene Simmons og Tommy Lee eru ekki aðdáendur söngkonunnar Rihönnu ef marka má ummæli sem þeir létu falla fyrir stuttu.
Simmons og Lee voru staddir á kynningarfundi vegna tónleikaraðar sem KISS og Mötley Crue halda í sumar.
„Við erum dauðþreyttir á stelpum sem mæta á sviðið og nudda sér upp við dansara og syngja við karókítónlist," sagði Simmons og Lee tók í sama streng.
„Við viljum ekki móðga Rihönnu, hún er frábær söngkona, en við viljum tónlist með meiri persónuleika. Tónleikar í dag eru nánast engu skárri en þáttur af American Idol," sagði Lee.
Ekki hrifinn af Rihönnu
