Erlent

Bretar lækka hátekjuskattinn

London.
London.
Hátekjuskattur í Bretlandi verður lækkaður úr 50 prósentum í 45 prósentum fyrir apríl á næsta ári. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, greindi meðal annars frá þessu þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.

Osborne sagði að hækkun hátekjuskatts hefði ekki skilað eins miklum fjármunum og vonast hefði verið til. Nú hefur sjö prósenta skattur verið settur á sölu húsa sem kosta meira en tvær milljónir punda, eða 400 milljónir íslenskra króna.

Skattleysismörk verða jafnframt hækkuð í 9.205 pund, eða rúmlega 1,8 milljónir króna. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×