11 búnar í aðgerð 22. mars 2012 07:00 Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa 11 konur farið í aðgerð á Landspítalanum þar sem PIP-púðar voru fjarlægðir úr brjóstum þeirra. Á göngudeild hafa komið um 75 til 80 konur og búið er að bóka göngudeildartíma fram í apríl. Alls eru áætlaðar 32 aðgerðir í þessum mánuði. Ekki er ljóst hversu margar af þeim, sem búnar eru að fara í aðgerð, voru með leka púða. Níu konur sem komið hafa í ómskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands eru með heilar PIP-fyllingar, en sílíkon í eitlum. Það skýrist af því að þær hafa fengið sér nýja púða á síðustu tíu árum, en þeir gömlu hafi lekið og sílíkonið ekki fjarlægt. Samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands er 151 kona sem komið hefur í ómskoðun með lekar PIP-brjóstafyllingar, sem gerir hlutfallið 61 prósent. Alls hafa 253 konur komið í skoðun af þeim 393 sem fengu bréf frá ráðuneytinu á sínum tíma. 92 konur eru með heila púða og ein er án fyllinga. Sú kona er búin að láta fjarlægja úr sér leka púða en vildi láta kanna hvort sílíkonið hefði lekið í eitla. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Jens Kjartansson lýtalæknir sendi þeim konum bréf sem fengu hjá honum PIP-brjóstafyllingar fyrir árið 2000 og láti þær vita að púðarnir gætu mögulega verið gallaðir. Er þetta gert í ljósi þess að frönsk yfirvöld sendu nýverið frá sér yfirlýsingu um að ekki sé hægt að útiloka að PIP-púðar sem framleiddir voru fyrir árið 2000 séu gallaðir. Fram til þessa var einungis þeim konum sem fengu fyllingar á tímabilinu 2000 til 2011 boðið að láta fjarlægja þær. Ekki liggur fyrir hversu margar konur hafa fengið púðana frá árinu 1992, þegar framleiðsla hófst, en þær eru ekki taldar margar.- sv PIP-brjóstapúðar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa 11 konur farið í aðgerð á Landspítalanum þar sem PIP-púðar voru fjarlægðir úr brjóstum þeirra. Á göngudeild hafa komið um 75 til 80 konur og búið er að bóka göngudeildartíma fram í apríl. Alls eru áætlaðar 32 aðgerðir í þessum mánuði. Ekki er ljóst hversu margar af þeim, sem búnar eru að fara í aðgerð, voru með leka púða. Níu konur sem komið hafa í ómskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands eru með heilar PIP-fyllingar, en sílíkon í eitlum. Það skýrist af því að þær hafa fengið sér nýja púða á síðustu tíu árum, en þeir gömlu hafi lekið og sílíkonið ekki fjarlægt. Samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands er 151 kona sem komið hefur í ómskoðun með lekar PIP-brjóstafyllingar, sem gerir hlutfallið 61 prósent. Alls hafa 253 konur komið í skoðun af þeim 393 sem fengu bréf frá ráðuneytinu á sínum tíma. 92 konur eru með heila púða og ein er án fyllinga. Sú kona er búin að láta fjarlægja úr sér leka púða en vildi láta kanna hvort sílíkonið hefði lekið í eitla. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Jens Kjartansson lýtalæknir sendi þeim konum bréf sem fengu hjá honum PIP-brjóstafyllingar fyrir árið 2000 og láti þær vita að púðarnir gætu mögulega verið gallaðir. Er þetta gert í ljósi þess að frönsk yfirvöld sendu nýverið frá sér yfirlýsingu um að ekki sé hægt að útiloka að PIP-púðar sem framleiddir voru fyrir árið 2000 séu gallaðir. Fram til þessa var einungis þeim konum sem fengu fyllingar á tímabilinu 2000 til 2011 boðið að láta fjarlægja þær. Ekki liggur fyrir hversu margar konur hafa fengið púðana frá árinu 1992, þegar framleiðsla hófst, en þær eru ekki taldar margar.- sv
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira