Nauðgari fékk tveggja ára dóm 22. mars 2012 09:00 Héraðsdómur Á Akureyri Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda dóm yfir manni sem á þriðjudag var dæmdur fyrir nauðgun.Fréttablaðið/Pjetur Tuttugu og sjö ára maður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi í júnílok í fyrra. Dómurinn yfir manninum, Jóhanni Inga Gunnarssyni, var kveðinn upp á þriðjudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Að auki er manninum gert að greiða konunni með vöxtum 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar 977 þúsund krónur í sakarkostnað. Samkvæmt dómnum þekktust maðurinn og konan, en vinskapur hafði tekist með þeim þegar þau voru saman í námi. Málsatvik voru þannig að þau fóru með öðru fólk heim til mannsins eftir skemmtanahald. Þar var meðal annars farið í heitan pott. Fram kemur í dómnum að eftir ferðina í pottinn hafi átt sér stað kynferðisleg samskipti milli mannsins og konunnar með vitund beggja. „Jafnframt liggur fyrir að þeim lauk fljótt og að hennar frumkvæði," segir í dómnum. Bæði voru þá í öðru sambandi. Fyrir liggur að konan læsti að sér í herbergi í húsinu, en opnaði það síðar svefndrukkin þegar maðurinn hafði lengi barið dyra. „Hún kveðst ekki hafa vaknað aftur fyrr en höfuð hennar hafi skellst í vegginn, en muna brotakennt eftir því að ákærði var að snúa henni til og hafa mök við hana," segir í dómnum. Þegar konan vaknaði til fulls hrakti hún manninn af sér, flúði úr húsinu og kallaði til lögreglu. - óká Fréttir Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira
Tuttugu og sjö ára maður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi í júnílok í fyrra. Dómurinn yfir manninum, Jóhanni Inga Gunnarssyni, var kveðinn upp á þriðjudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Að auki er manninum gert að greiða konunni með vöxtum 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar 977 þúsund krónur í sakarkostnað. Samkvæmt dómnum þekktust maðurinn og konan, en vinskapur hafði tekist með þeim þegar þau voru saman í námi. Málsatvik voru þannig að þau fóru með öðru fólk heim til mannsins eftir skemmtanahald. Þar var meðal annars farið í heitan pott. Fram kemur í dómnum að eftir ferðina í pottinn hafi átt sér stað kynferðisleg samskipti milli mannsins og konunnar með vitund beggja. „Jafnframt liggur fyrir að þeim lauk fljótt og að hennar frumkvæði," segir í dómnum. Bæði voru þá í öðru sambandi. Fyrir liggur að konan læsti að sér í herbergi í húsinu, en opnaði það síðar svefndrukkin þegar maðurinn hafði lengi barið dyra. „Hún kveðst ekki hafa vaknað aftur fyrr en höfuð hennar hafi skellst í vegginn, en muna brotakennt eftir því að ákærði var að snúa henni til og hafa mök við hana," segir í dómnum. Þegar konan vaknaði til fulls hrakti hún manninn af sér, flúði úr húsinu og kallaði til lögreglu. - óká
Fréttir Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira