Kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs 21. mars 2012 06:00 Frá fundi stjórnlagaráðs í fyrra Stjórnlagaráð samþykkti frumvarp til stjórnskipunarlaga einróma. Frumvarpið var afhent Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, 29. júlí 2011.fréttablaðið/gva Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira